Ástralsi leikarinn Julian McMahon, sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttum eins og Nip/Tuck og Charmed, er látinn aðeins 56 ára að aldri. Leikarinn hafði glímt við krabbamein um skeið sem hann laut að lokum í lægra haldi fyrir.
McMahon er þekktastur fyrir hlutverk sitt í áðurnefndum sjónvarpsþáttum, sem nutu mikilla vinsælda, en hann lék einnig stór hlutverk í fjölda kvikmynda. Til að mynda fór hann tvisvar sinnum með hlutverk Doctor Doom í tveimur Fantastic Four-myndum árið 2005 og 2007.
McMahon var þrígiftur en eftirlifandi eiginkona hans, Kelly Paniagua, sendi frá sér hjartnæma yfirlýsingu vegna andláts hans þar sem hún sagði leikarann hafa elskað lífið, fjölskyldu sína og vini, og hafði haft það að leiðarljósi að glæða líf sem flestra gleði.
Fyrsta eiginkona McMahon var ástralska söngkonan Dannii Minogue, systir Kylie Minogue, en eftir skilnað þeirra giftist hann Baywatch-stjörnunni Brooke Burns. Með henni eignaðist hann sitt eina barn, dótturina Madison.