Það hafa verið annasamir dagar hjá hljómsveitinni Fussumsvei sem hefur unnið að gerð LP plötunni Fussum og sveium en hún er núna aðgengileg á öllum helstu steymisveitum. Lögin innihalda hvert og eitt stutta sögu í hversdagslífi venjulegs fólks. Dagdrauma glæpamanns, endurkjör formanns og svefnlausar nætur í blokk vegna partýstands.
Í hljómsveitinni Fussumsvei eru Valur Arnarson, Ólafur Unnarsson, Kolbeinn Tumi Haraldsson, Sigurður Óskar Lárus Bragason og Garðar Guðjónsson. Einnig má heyra bakraddir hjá Esther Jökulsdóttur og Ástu Birnu Orellana Björnsdóttur í fjórum lögum á plötunni og gítarspil Ólafs Brynjars Bjarkasonar.
Hljómsveitin stefnir svo að útgáfutónleikum í haust sem verða auglýstir nánar síðar.
Plötuna Fussum og sveium má hlýða á í spilaranum hér fyrir neðan: