Hjónin, Björgvin Franz Gíslason leikari og Berglind Ólafsdóttir, hjónabands- og fjölskyldufræðingur, hafa sett íbúð sína við Grensásveg á sölu.
Íbúðin er á 4. hæð, 93 fm, þriggja herbergja, í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2024.
Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, borðstofu og stofu í einu rými, þar sem gengið út á svalir til suðaustur, tvö svefnherbergi og baðherbergi.
Fjölbýlishúsið er hannað af arkitektastofunum Archus og Rýma og með þeim fyrstu sem byggt var af nýjum húsum við Grensásveg og í Skeifunni.
Björgvin Franz kom fram í auglýsingu fyrir fasteignafélagið G1 þar sem hann dásamar nýju íbúðina og búsetu í nágrenni Laugardalsins.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.