fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 19. apríl 2025 09:00

Dimmey Rós og Birta Ísabella.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dimmey Rós Lúðvíksdóttir lýsir ömurlegu atviki á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í fyrra þegar kærasta hennar varð fyrir aðkasti og fordómum.

Dimmey er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Í þættinum greinir hún frá fordómum sem hún og kærasta hennar, Birta Ísabella, hafa orðið fyrir á Íslandi. Í spilaranum hér að neðan segir hún frá atvikinu síðasta sumar en brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig má hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Sjá einnig: Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Atvikið skeði á salerninu í dalnum.

„Henni var ekki hleypt að vöskunum á kvennaklósettinu bara út af því að hún er ómáluð og með mullet, bara ógeðslega nett. En það voru stelpur í kringum tvítugt sem vildu ekki hleypa henni að klósettvaskinum og sögðu ljót orð. Voru að kalla hana trans, og hún skildi ekki hvort það væri spurning eða neikvætt komment. Þær voru alveg mjög ljótorðar,“ segir Dimmey.

Dimmey Rós Lúðvíksdóttir.

Talið berst að bakslaginu sem hefur orðið í hinseginmálum í Bandaríkjunum undanfarið.

Finnst þér það vera að koma til Íslands?

„Smá, það er mikið af fólki sem er ótrúlega stuðningsríkt og gott og sér þetta ekki og er ekki að pæla í þessu. En það eru þessir ákveðnir aðilar sem vilja níða sambandið mitt, spyrja af hverju ég er með stelpu þegar ég gæti verið með strák. Sem er fáránleg spurning, ást er ást.“

Fylgdu henni á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“

Hópefli Vitringanna þriggja fór úr böndunum – „Þú sagðir mér í gær að Færeyingar eru svo kúrteisir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Wintour leitar að eftirmanni sínum

Wintour leitar að eftirmanni sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?

Er Trump að takast að losna við frægustu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna?
Hide picture