fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Fókus
Þriðjudaginn 18. mars 2025 09:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sýning kvöldsins var stórkostleg, ógleymanleg – kom öllu til skila,“ segir Bryndís Schram, fyrrverandi dagskrárgerðarkona, leikkona og rithöfundur, í pistli á Facebook-síðu sinni.

Í færslunni segir Bryndís að henni og eiginmanni hennar, Jóni Baldvin Hannibalssyni, hafi verið boðið á sýningu Ladda í Borgarleikhúsinu í síðustu viku.

Sýningin sem um ræðir, Þetta er Laddi, var frumsýnd þann 7. mars síðastliðinn og hefur hún fengið einróma lof gagnrýnenda. Um er að ræða ævisöguleikrit sem sver sig í ætt við Elly og Níu líf sem nutu mikilla vinsælda. Bryndís var mjög hrifin af sýningunni ef marka má skrif hennar.

„Sjaldan – eða aldrei – hef ég upplifað jafn ósvikin fagnaðarlæti að lokinni sýningu í leikhúsi – „Elsku Laddi, komdu aftur, ekki yfirgefa okkur“. Það lá við, að maður skynjaði sáran söknuðinn í lófatakinu. „Ekki fara, Laddi. Haltu áfram að vera fyndinn og skemmtilegur, gera okkur lífið bærilegt“.“

Bryndís segir að það hafi stundum hvarflað að henni að Laddi sé okkar íslenski Chaplin.

„Hann getur svo sannarlega litið brosandi um öxl, eins og honum einum er lagið – auðmjúkur og lítillátur. Árum saman gerði hann okkur lífið léttara – „Austurstræti, ys og læti…..“. allir muna það – og fleira og fleira. Hann gat brugðið sér í hvaða gervi sem var, hermt eftir fyrirmönnum og stórbokkum, án þess þó að vera meinfýsinn eða niðrandi. Hann var elskaður af öllum,“ segir Bryndís og heldur áfram að ausa sýninguna lofi.

„Sýning kvöldsins var stórkostleg, ógleymanleg – kom öllu til skila. Lítillætinu, einlægninni, sorginni og gleðinni – leikgleðinni. Já, líka eineltinu, sem særði – en spéfuglinn kvað það allt í kútinn. Valinn maður í hverju rúmi, allt stjörnur eftir þetta kvöld. Þvílíkur skari snillinga – mig vantar orð. Öll fóru þau á kostum, léku við hvern sinn „Laddafingur“. Gekk út með tárin í augunum. Laddi minn lifir.“

Margir taka undir með Bryndísi um að Laddi sé svo sannarlega þjóðargersemi. „Laddi er gull,“ segir til dæmis Björgvin Halldórsson. Þá minna nokkrir Bryndísi á að hún eigi nú aðeins í Ladda, en eins og einhverjir muna komu þau fram saman í Stundinni okkar fyrir margt löngu þar sem Laddi þróaði nokkrar af sínum frægustu persónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“