fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Vorkenndi sjálfri sér þegar hún og barnsfaðir hennar hættu saman en spurning sálfræðings breytti viðhorfinu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. september 2024 12:29

Steinunn Ósk Valsdóttir. Mynd/Instagram @steinunnosk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn og förðunarfræðingurinn Steinunn Ósk Valsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Steinunn er þriggja barna móðir. Hún eignaðist tvíburadrengi þegar hún var tvítug en um hálfum áratug síðar hætti hún og barnsfaðir hennar saman. Þegar drengirnir voru átta ára hafði Steinunn kynnst öðrum manni og eignuðust þau dóttur saman. Leiðir þeirra skildu fyrir nokkrum árum og deilir Steinunn forræði með báðum barnsfeðrum sínum. Börnin eru viku í senn hjá henni og viku hjá þeim. Hún segir það ganga vel og að lykillinn sé að sýna auðmýkt og virðingu í samskiptum.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan og smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni, eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Var föst í fórnarlambsgír

„Fyrst fannst mér þetta mjög erfitt, þegar ég skildi við fyrri barnsföður minn. Þá vorum við búin að vera saman í sex ár […] Mér fannst það erfitt. Ég var að upplifa alls konar tilfinningar, ég fann fyrir ógeðslega mikilli höfnun. Hann eignaðist nýja konu strax og mér fannst þetta bara… tilfinningarnar tóku mig bara einhvern veginn. Mér fannst allt svo ósanngjarnt og erfitt og leiðinlegt og ömurlegt,“ segir Steinunn og bætir við að hún hafi verið í fórnarlambsgír á þessum tíma.

„Svo einhvern veginn tók ég mig saman og sætti mig við aðstæður. Ég man ég fór til sálfræðings á þessum tíma og hún sagði við mig: „Ef að börnin þín fá auka manneskju inn í líf sitt sem elskar þá og sér um þá og er í stjúpforeldrishlutverki fyrir þá, hvað er þá að? Yfir hverju er hægt að kvarta? Barnið þitt á auka manneskju sem elskar það.“ Ég sá þetta þá frá öðru sjónarhorni og það small eitthvað í hausnum á mér. Svona: Aa, ókei þetta snýst ekki um mig, ég er ekki aðalpersónan hérna. Ég þurfti að læra að vera auðmjúk.“

Steinunn segir það ganga vel að deila forræði. „Auðvitað eru oft árekstrar hér og þar, sérstaklega í byrjun. En svo einhvern veginn hefur þetta verið voða smooth, við erum öll góðir vinir. Ég ber mikla virðingu fyrir báðum barnsfeðrum mínum og konu annars þeirra,“ segir hún.

„Ég held að þetta sé bara eitt það mest þroskandi sem ég hef gert, fyrir utan að eignast börnin sjálf, að þurfa að átta mig á að ég er ekki aðalpersónan og þarf að leggja mínar tilfinningar til hliðar og bera virðingu fyrir öðru fólki. Mér fannst þetta ótrúlega lærdómsrík upplifun að ganga í gegnum þetta. Nú hef ég gert það tvisvar og það gengur ótrúlega vel. Þetta er ekki alltaf martröð eins og fólk kannski sér fyrir sér, það er alveg hægt að gera þetta á fallegan og góðan hátt.“

Steinunn ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Steinunni Ósk á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Hide picture