fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fókus

Sjáðu hvernig Reykjavík var fyrir 98 árum – Myndband

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 14. september 2024 10:30

Reykjavík árið 1926. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Youtube kennir ýmissa grasa en fyrir um þremur vikum var sett þar inn myndband sem sagt er tekið í Reykjavík árið 1926, fyrir 98 árum síðan.

Myndbandið er ekki langt, rétt yfir 4 mínútur að lengd. Það hefur verið upphaflega svarthvítt en lit var bætt í það með aðstoð gervigreindar. Það er hljóðlaust en undir því er leikin tónlist.

Í upphafi myndbandsins kemur fram að maðurinn á bak við það hafi heitið Burton Holmes. Samkvæmt Wikipedia  var Holmes bandarískur. Hann fæddist 1870 en lést 1958. Holmes var ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Hann ferðaðist víða um heim og er sagður hafa verið frumkvöðull í gerð ferðakvikmynda og hélt fyrirlestra um ferðalög sín. Holmes ferðaðist því bersýnilega til Íslands.

Myndbandið hefst á því að siglt er að Reykjavíkurhöfn á bát en um borð í bátnum sjást menn í einkennisbúningum sem ekki verður betur séð en að tilheyri áhafnarmeðlimum á stærra skipi.

Síðar í myndbandinu sést íslenskur drengur með húfu á höfði sem merkt er „Oscar II“ og því ansi líklegt að Holmes hafi verið farþegi á því skipi. Oscar II var farþegaskip sem sigldi yfir Atlantshafið á milli Norðurlandanna og Norður-Ameríku á árunum 1902-1933. Í hinum vestur-íslensku blöðum Lögbergi og Heimskringlu má lesa að einmitt á árinu 1926 hafi skipið iðulega komið við á Íslandi í þessum siglingum. Oscar II var hluti af hinni svokölluðu Scandinavian-American Line sem var heiti sem notað var yfir siglingar nokkurra skipa sem sigldu þessa sömu leið en það var danska skipafélagið DFDS sem hélt þessari þjónustu úti.

Útskrift

Miðað við klæðaburð og bíla sem sjást í myndbandinu, aðstöðuna í Reykjavíkurhöfn og áðurnefndar upplýsingar er ekkert sem mælir á móti því að það sé tekið 1926.

Í myndbandinu má sjá til að mynda vel að Reykjavíkurhöfn var þá mun minni og talsvert nær byggðinni en nú. Bersýnilega hefur koma skipsins og farþega úr því vakið forvitni en sjá má margmenni samankomið við höfnina.

Myndbandið er líklega tekið að vori eða snemmsumars en í upphafi þess segir að komið hafi verið til hafnar um miðnættið en sjá bjart var þá yfir. Í myndbandinu sést einnig nokkur fjöldi manna með stúdentshúfur á höfði og því ekki ólíklegt að útskrift úr Menntaskólanum í Reykjavík hafi farið fram fyrr um daginn.

Einnig er ekki ólíklegt að hluti myndbandsins hafi verið tekinn daginn eftir ef skipið hefur komið að landi um miðnætti, en í öllu myndbandinu má sjá fólk á ferli.

Brosmilt fólk og ferðamenn

Á myndbandinu má sjá vel hvernig umhorfs var í næsta nágrenni hafnarinnar í miðbænum. Á því má einnig sjá þrjá brosandi lögregluþjóna en fullyrt er í skjátexta að um sé að ræða alla lögreglumenn í Reykjavík. Líklega er þar um misskilning að ræða en í samantekt á vef lögreglunnar kemur fram að árið 1918 hafi lögregluþjónar í Reykjavík þegar verið orðnir 9.

Í myndbandinu má sjá ýmislegt sem Holmes hefur heillast af til að mynda íslenska hesta en sjá má prúðbúinn mann ríða á einum þeirra, íslenska glímu, íslenskar konur íklæddar peysufötum, þvott þveginn í þvottalaugunum í Laugardal og íslensk börn sem brosa framan í myndavélina. Einnig má sjá prúðbúið fólk sem í skjátexta er sagt er vera ferðamenn sitja á íburðarlitlum vagni sem hestur dregur áfram. Það er því greinilega ekkert nýtt að ferðamenn komi við á Íslandi og skoði sig um, á leið sinni yfir Atlantshafið, en líklegt verður að teljast að ferðamennirnir hafi verið farþegar á Oscar II.

Eins og með önnur gömul myndbönd þar sem lit hefur verið bætt inn í með nútíma tækni má deila um áhrif þess á gildi myndbandsins sem heimildar en hér er þó ótvírætt um athyglisverða heimild um lífið í Reykjavík, á þessum árum, að ræða og myndbandsins má svo sannarlega njóta en það má sjá það í heild sinni hér fyrir neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FókusMatur
Í gær

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Fókus
Í gær

Segja stefna í skilnað og harða forsjárdeilu hjá hertogahjónunum

Segja stefna í skilnað og harða forsjárdeilu hjá hertogahjónunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“