fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fókus

Barnastjarnan óþekkjanleg á rauða dreglinum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 13:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi barnastjarnan og núverandi rokkstjarnan Taylor Momsen vakti mikla athygli á rauða dreglinum á mánudaginn.

Taylor var sjö ára þegar hún lék eitt aðalhlutverkanna í jólamyndinni How the Grinch Stole Christmas árið 2000. Myndin hefur orðið sígild og skylduáhorf um hver jól hjá mörgum aðdáendum jóla, kvikmynda og Jim Carrey, sem lék aðalhlutverkið sjálfan Grinch eða Trölla.

Hún sló svo í gegn í þáttunum Gossip Girl frá 2007 til 2012.

Taylor er í dag 31 árs og söngkona hljómsveitarinnar The Pretty Reckless.

Hún hefur ekki mikið verið fyrir að láta mynda sig á rauða dreglinum undanfarin ár, en í fyrra mætti hún á sinn fyrsta viðburð í fimm ár.

Taylor vakti athygli á mánudaginn á viðburði sem hún kallaði „fyndnasta tískuviðburð sem ég hef mætt á.“ Um var að ræða KidSuper Studios Funny Business Volume III: A Night At The Apollo.

Fyrrverandi barnastjarnan mætti í buxum og jakka í stíl en undir var hún ber að ofan með límband yfir brjóstunum.

Taylor mætti á viðburð á tískuvikunni í New York á mánudaginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“

Íslenskur þjónn gefur gestum fjögur ráð – „Hef ég tekið eftir nokkrum atriðum sem stundum valda vandræðum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára