fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fókus

Barnastjarnan óþekkjanleg á rauða dreglinum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 13:00

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi barnastjarnan og núverandi rokkstjarnan Taylor Momsen vakti mikla athygli á rauða dreglinum á mánudaginn.

Taylor var sjö ára þegar hún lék eitt aðalhlutverkanna í jólamyndinni How the Grinch Stole Christmas árið 2000. Myndin hefur orðið sígild og skylduáhorf um hver jól hjá mörgum aðdáendum jóla, kvikmynda og Jim Carrey, sem lék aðalhlutverkið sjálfan Grinch eða Trölla.

Hún sló svo í gegn í þáttunum Gossip Girl frá 2007 til 2012.

Taylor er í dag 31 árs og söngkona hljómsveitarinnar The Pretty Reckless.

Hún hefur ekki mikið verið fyrir að láta mynda sig á rauða dreglinum undanfarin ár, en í fyrra mætti hún á sinn fyrsta viðburð í fimm ár.

Taylor vakti athygli á mánudaginn á viðburði sem hún kallaði „fyndnasta tískuviðburð sem ég hef mætt á.“ Um var að ræða KidSuper Studios Funny Business Volume III: A Night At The Apollo.

Fyrrverandi barnastjarnan mætti í buxum og jakka í stíl en undir var hún ber að ofan með límband yfir brjóstunum.

Taylor mætti á viðburð á tískuvikunni í New York á mánudaginn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Fókus
Fyrir 4 dögum

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum