fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Útskýrir hvernig hún endaði á kynlífsklúbbi í Berlín

Fókus
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 14:27

Jenny Hewett. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðablaðamaðurinn Jenny Hewett stóð við hlið vinar síns í frekar skítugu herbergi. Hann var aðeins klæddur í nærbuxur og á bak við borðið sem þau stóðu frammi fyrir var karlmaður með sterkan þýskan hreim og hundagrímu úr leðri.

Hann rétti þeim ruslapoka og bað um símann þeirra. Fimmtán mínútum áður var Jenny og vinur hennar, Brad, á veitingastað að njóta sín í Berlín. Nú voru þau komin á vinsæla kynlífsklúbbinn KitKatClub og vissu varla hvaðan á þau stóð veðrið.

Jenny lýsir upplifun sinni af klúbbnum í pistli á News.com.au.

„Þetta var í fyrsta skipti sem ég heimsótti Berlín en ég hafði heyrt allt um villtu og trylltu klúbbasenuna. Við vorum búin að plana að hitta vini okkar í drykki, sem við gerðum. En kunningi minn hafði sent mér skilaboð fyrr um kvöldið: „Þú ert í Berlín, þú ættir að heimsækja þennan stað. Mjög áhugaverður.“ Ég hafði aldrei áður heyrt um KitKatClub en staðurinn er vel þekktur í Berlín.“

Jenny og Brad spurðu þjónana á veitingastaðnum um klúbbinn. Einn sagði að staðurinn væri mjög „frjálslegur“ og annar sagði að reglurnar væru mjög strangar svo að kvenkyns gestum myndi líða vel.

„Hvorki ég né Brad erum eitthvað fyrir kynlífsklúbba en þetta hljómaði eins og Berlínar upplifun sem þú segir ekki nei við. Eftir aðeins of marga drykki ákváðum við að skella okkur.“

Gamaldags sjúkrahúsrúm

Klukkan var korter yfir tíu þegar þau mættu.

„Á þessum tíma var engin röð. Brad spurði dyravörðinn hvort við mættum koma inn. Hann horfði á okkur og sagði: „Já, en það eru reglur varðandi klæðaburð.“ Hann horfði á Brad frá toppi til táar og sagði: „Þú þarft að fara úr fötunum.“ Ekkert var minnst á mín föt. Ég var í stuttum svörtum samfestingi og hvítu netapilsi yfir, sem greinilega var í anda menningarinnar þarna inni.“

Jenny fannst hún strax allt of mikið klædd þegar þau gengu inn. „Einn gaur var ekki í neinu, aðeins með derhúfu,“ segir hún.

„Það voru mörg herbergi inni á staðnum, í einu þeirra voru fjögur gamaldags sjúkrarúm. Svo var plötusnúður í aðalherberginu.

Fólk var heldur betur að „njóta“ sín í einu horninu, aðrir voru að dansa. Eftir svona korter vorum við orðin vön þessu og kipptum okkur ekkert upp við kynlífsathafnir gestanna út um allt.

Sumir gestanna voru skemmtilegir, aðrir frekar krípí […] Starfsmenn staðarins hika ekki við að henda fólki út fyrir það minnsta. Ég hitti skemmtilega Bandaríkjamenn og Ástrala sem voru líka í ferðalagi, við spjölluðum heillengi. Ég endaði með að týna Brad en fann hann fyrir utan. Honum hafði verið hent út. Það tók hann smá tíma að muna af hverju. Hann var að hoppa á einu gamaldags sjúkrarúminu. Allt er leyfilegt á KitKatClub, bara ekki rugla í húsgögnunum…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?