fbpx
Miðvikudagur 11.september 2024
Fókus

Kom fram í þakkarmyndbandi í miðri krabbameinsmeðferð

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2024 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Bretaprinsessa átti stutta innkomu í sviðsljósið í gær í myndbandi þar sem hún og fleiri þekktir einstaklingar fagna Team GB eða breska Ólympíuliðinu fyrir framgöngu þeirra á nýloknum Ólympíuleikum.

„Frá okkur öllum sem horfðum á heima, hamingjuóskir til liðs GB,“ segir Katrín í myndbandinu sem birt var á Instagram reikning hennar og eiginmanns hennar í gær, sunnudag.

„Vel gert með allt sem þið hafið áorkað. Þið hafið verið okkur öllum innblástur,“ segir eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins. Snoop Dogg, David Beckham, Emma Willis og fleiri óska breska liðinu til hamingju.

Katrín mætti ekki á Ólympíuleikana sjálfa, en hún hefur að mestu haldið sig utan sviðsljósins í ár, og er í krabbameinsmeðferð. Í júní kom hún fram ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra við skrúðgönguna Trooping the Color. Áður en hún kom fram deildi hún uppfærslu um heilsu sína í færslu til aðdáenda, þar sem hún skrifaði að hún ætti „góða daga og slæma daga“ en meðferðin gengi vel. Katrín gerði þó ráð fyrir að lyfjameðferðin sem hún er í tæki nokkra mánuði til viðbótar. Þann 14. júlí mætti Katrín á úrslitaviðureign Carlos Alcaraz og Novak Djokovic á Wimbledon, ásamt dóttur sinni og systur. Katrín er verndari All England Club og hefur afhent sigurvegurum Wimbledon verðlaunagripi mótsins frá 2016.

„Vel gert @teamgb, þvílíkt ótrúlegt ferðalag! Sérhver íþróttamaður sýndi gríðarlega hollustu, hjarta og ástríðu. Þið gerðum okkur öll svo stolt! Til fögnuðar hverjum sigri á @paris2024 og hlökkum til að sjá meira frá @paralympicsgb_official síðar í sumar 🇬🇧🥇,“ segir við færsluna.

Olympíumót fatlaðra (e. Paralympic Games) fara fram í París 28. ágúst til 8. september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?