fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Sex hversdagslegar kynlífsupplifanir sem karlmenn þrá en þora ekki að biðja um

Fókus
Sunnudaginn 21. júlí 2024 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski kynlífsráðgjafinn Tracey Cox hefur skrifað um kynlíf marga áratugi. Hún tók saman þessar sex kynlífsathafnir í vikulegum pistli sínum Daily Mail sem hún segir flesta karlmenn þrá en þora sjaldnast að biðja um.

1. Knús og kossar

Þrátt fyrir að leitast ekki eftir því þá þurfa karlmenn á hlýjum snertingum og ástaratlotum að halda rétt eins konur. Þeir eru bara feimnari að biðja um það. Í mörgum samböndum þar sem annar aðilinn er síður áhugasamur um kynlíf en hinn þá hættir sá aðili að sýna ást sína með snertingu og kossum. Það segir Tracey geta skaðað sambandið til lengri tíma, parið fjarlægist þar með hvort annað og þegar kynlíf er stundað verður það tilfinninga- og ástríðulaust.

2. Að fá að sjá þig nakta eins mikið og mögulegt er

Sjónræn örvun er karlmönnum mjög mikilvæg. Það að hafa geta horft á nakinn líkama maka síns áður og á meðan kynlíf er stundað kveikir í þeim flestum. Það er þó oft eitthvað sem er ekki í boði að sögn Cox segir sem segir að í alltof mörgum hjónaherbergjum séu ljósin slökkt og fólk feli sig undir sængum um leið og búið er að klæða sig úr fötunum. Óöryggi makans með útlit sitt og líkama er oft helsta ástæðan og það er eitthvað sem parið þarf að vinna í saman.

3. Að upplifa að þeir séu eftirsóknarverði

Cox segir að í alltof mörgum samböndum sé það karlmaðurinn sem hafi alltaf frumkvæðið að kynlífi parsins og það geti haft neikvæð áhrif til lengdar. Að makinn hafi frumkvæðið að kynlífi hafi verið efst á lista Cox yfir óskir karlmanna frá því að hún byrjaði að skrifa um kynlíf fyrir mörgum áratugum. Segir hún að ef makinn leggi sig fram um að hafa frumkvæði af kynlífi endrum og eins þá muni það umbylta ástarlífi parsins til hins betra.

4. Að veita litla vininum athygli

Cox segir að gríðarlega margir karlmenn séu með minnimáttarkennd út af litla vininum. Að því gefnu að það sé einlægt þá geti það haft gríðarlega jákvæð áhrif á ástarlíf para að hrósa liminum og ekki síður hvernig hann er brúkaður. Karlmenn eru ekki flókar skepnur!

5. Almennt hrós

Cox segir að í mörgum samböndum sé það oftar karlmaðurinn sem að hrósi maka sínum fyrir ýmislegt, til að mynda útlit. Ef svo er að þá leggur Cox til að makinn leggi sig fram við að hrósa kallinum endrum og eins, hvort sem það er dags daglega eða í kynlífsathöfnum. Karlmenn þrái hrós eins og aðrir en muni sjaldnast biðja um það. Telur Cox að slík hrós geti haft mjög jákvæð áhrif á sambandið.

6. Að láta ánægju sína í ljós

Þá segir Cox að flestir karlmenn þrái að heyra meira frá maka sínum þegar kynlíf er stundað. Ítarleg en sóðaleg munnleg skýrsla í miðjum klíðum er kannski ekki málið heldur frekar stunur og einstaka orð um hvort að eitthvað sé gott eða hvað þú viljir að sé gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni