fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Ragnhildur gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti – „Troddu þessum lista þú veist hvar“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. júní 2024 13:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, gefur lítið fyrir lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti. Ragga sem hefur verið hamingjusamlega gift í fjölda ára ráðleggur þeim sem hyggja á stefnumót að vera einfaldlega það sjálft.

Ragnhildur er sálfræðingur með áherslu á heilsusálfræði og lærður einkaþjálfari. Pistlar hennar um heilsu á mannamáli hafa slegið í gegn um árabil.

Gleðilegan fimmtudag til allra nema mannsins sem setti saman þennan niðurdrepandi lista um boð og bönn á fyrsta stefnumóti. Þessi klíníski sálfræðingur blæs í gjallarhorn hvað þú átt að gera og hvað ALLS EKKI ef þú vilt að stefnumót gangi vel og viðkomandi vilji hitta þig aftur,“ segir Ragga og fer yfir listann:

Þú átt semsagt að stara beint í augun á manneskjunni ALLAN tímann. Af því það lætur engum líða óþægilega. Alls ekki láta augun vafra um herbergið eins og okkur er eðlislægt að gera.

Talaðu í hárréttri tóntegund á nákvæmlega passlegum hraða.

ALLS EKKI tala of mikið…. hversu mikið er ekki gefið upp. Svo það er líklega best að þegja sem allra mest.

En á sama tíma áttu að vera forvitin um manneskjuna en passa samt að spyrja ekki of persónulegra spurninga. 

Vera opin og svara spurningum. En gera það þá líklega bara í eins atkvæðis orðum.

Af því það gerir alla meira spennandi að svara JÁ og NEI eins og í þriðju gráðu yfirheyrslu hjá Rannsóknarlögreglunni. 

Alls ekki láta í ljós skoðanir á hlutum sem skipta máli. Alls ekki spyrja um það heldur. Ekki pólitík, ekki samfélagslegum málefnum, stríði, trúarbrögð. Guð hjálpi þér að þú viljir komast að því hvort þið eigið samleið í svo mikilvægum málefnum.

Og þú verður að njóta þín á stefnumótinu meðan þú situr grafkyrr, starir bara á manneskjuna, ritskoðar hverja spurningu og treður á eggjaskurnum í kringum pólitík og trúarbrögð, úsar út hlýju, talar nógu rólega og nógu lítið en samt nógu mikið til að sýna forvitni og samkennd með tilfinningum manneskjunnar.

Mynd: Ragga nagli

Tekið saman þá segir Ragga að listinn ráðleggi þér að setja á svið leikrit með grímuna límda á smettið, þar sem þú eigir ekki að vera þú sjálf(ur/t).

Labbaðu út af stefnumótinu örmagna eftir að hafa verið ofurvakandi yfir eigin hegðun.

Ekki vera með kvíða á fyrsta stefnumóti.

Ekki sýna ADHD einkenni.

Að tala mikið og hratt, vera eirðarlaus, ofurvakandi fyrir umhverfinu, spyrja skrýtinna spurninga, eru merki um kvíða, ADHD og að vera á einhverfurófinu.

Í lokið kemur Ragga með róttæka hugmynd um hvernig eigi að haga sér á stefnumótinu sem er undir innblástri frá Helga Björns:

Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.

Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.

Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.

Jamm og jive og sveifla.

Honky tonk og hnykkurinn.

Að lokum gefum hún manninum sem samdi listann ráð: „Troddu þessum lista þú veist hvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs