fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Birtu fangamyndina af Justin Timberlake

Fókus
Miðvikudaginn 19. júní 2024 07:46

Justin Timberlake.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Justin Timberlake var handtekinn í Hampton-hverfinu í New York í fyrrakvöld vegna gruns um ölvunarakstur. Timberlake hafði setið að sumbli með á hóteli í Sag Harbor og var að sögn heimildarmanna töluvert ölvaður.

Timberlake var dreginn fyrir dómara í gær og segir People frá því að hann hafi virst vera í nokkru uppnámi. Eiginkona hans, leikkonan Jessica Biel, var ekki viðstödd en hún er þessa dagana við tökur á nýrri þáttaröð fyrir Prime Video. Timberlake hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.

Myndin sem lögregla birti af Timberlake eftir handtöku hans.

Heimildarmaður New York Post segir að Timberlake hafi verið „blindfullur“ (e. „wasted“) og jafnvel klárað úr glasi félaga síns sem brá sér á salernið. Aðrir heimildarmenn segja að lögreglumaðurinn sem stöðvaði leikarann hafi verið svo ungur að hann hafi ekki einu sinni þekkt hann.

Justin Timberlake hefur haft mörg járn í eldinum að undanförnu en hann er núna á miðju tónleikaferðalagi og eru tónleikar fyrirhugaðir í Chicago næstkomandi föstudag.

Justin Timberlake handtekinn

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lesið upp fyrir ketti í dag!

Lesið upp fyrir ketti í dag!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri

89 ára næringarfræðingur varpar ljósi á hvað hún borðar til að halda heilsunni góðri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”

Alinn upp á Kvíabryggju – ,,Ég ætla að verða heimsmeistari”