TMZ segir að Timberlake sé nú í haldi lögreglu og verði leiddur fyrir dómara í dag. Þegar þetta er skrifað er klukkan 09:24 í New York.
Heimildarmenn TMZ segja að Timberlake hafi yfirgefið gleðskapinn á eigin bíl klukkan 00:30 að staðartíma í gærkvöldi en verið stöðvaður af lögreglu örfáum andartökum síðar.
Timberlake er þessa dagana á tónleikaferðalagi og eru tónleikar fram undan í Chicago næsta föstudag. Þá eru fyrirhugaðir tvennir tónleikar í Madison Square Garden í næstu viku.