fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ragnhildur er með vinalega áminningu til þín eftir helgina

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 15:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir enga ástæðu til að rífa sig niður eftir að hafa notið langrar helgi.

„HÆ HÓ OG JIBBÍ JEI !!
Sautjándi júní í gær og lýðveldið áttrætt.
Ef þú dýfðir þér í sushirúllur, dúndraðir í þig snakki, saltstöngum, slátraðir brauðsneiðum í þjóðhátíðarbröns og húrraðir í þig kökusneiðum og kexi í desa.
Þá eru góðar líkur að ef þú hlammaðist á vigtina í morgun var nálin nokkuð norðar en síðast. Mögulega urlast svekkelsi um æðarnar. Sjálfsmyndin löskuð. Brotin sál. Spegilmyndin fær löngutöng. Lítur ekki í spegil það sem eftir lifir dags. Neikvæðar hugsanir þjóta um gráa efnið. Af hverju borðaði ég svona mikið? Ég er feitabolla. Ætla að fasta í dag,“
segir Ragga í færslu á Facebook-síðu sinni.

Bendir hún á að eftir át gærdagsins sért þú með ansi góða birgðastöðu af kolvetnum á lagernum í dag. Þar af leiðandi er líkaminn að halda í fleiri lítra af vökva.

„Því fyrir hvert gramm af kolvetnum þarf að binda 2,7-3 grömm af vatni,“ segir Ragga og bætir við að daglegar sveiflur í þyngd eru eðlilegar og þær eru ekki vísbending um árangur eða mistök.
„Breytingar á saltmagni í líkamanum, vatnsbúskapur, hormónar, tíðahringur, staðan á glýkógenbirgðum hafa öll áhrif á líkamsþyngd.
Meira glýkógen og meira vatn í skrokknum meiri líkamsþyngd.
Og óhjákvæmilega hærri tala á vigtinni.
Þetta er EKKI LÍKAMSFITA!!“

Ragga segir þig þar af leiðandi ekki þurfa að örvænta það sem eftir er vikunnar:

„Þú þarft ekki að sleikja þig á horrimina það sem eftir er vikunnar með djúsföstu, kálblaði, sjúgandi ísmola, fastandi til hádegis og bryðja megrunarkaramellurnar sem mamma þín geymdi frá 1970.
Þú þarft ekki að anda í bréfpoka í kvíðakasti.
Þú hefur ekki klúðrað neinu. Ekkert er ónýtt.
Þú ert ekki lúser og landeyða.
Þú þarft bara að henda þér aftur í þitt fyrra mataræði með hollum máltíðum… og já líka kolvetnum.
Engar dramatískar skaðastjórnunaraðgerðir.
Það býr til óheilbrigt samband við mat og æfingar og spíral af óheilsusamlegum aðferðum.
Þú pissar þessu út yfir næstu daga.
Og glasið er hálffullt því nú ertu með stútfullan bensíntank fyrir átökin við járnið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?