fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fókus

Svarar nettröllunum –  „Ég er að reyna að lifa af“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 27. maí 2024 15:30

Kate Beckinsale

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska leikkonan Kate Beckinsale hefur svarað gagnrýni þeirra sem segja hana of granna eftir að hún birti myndir nýlega á samfélagsmiðlum. Beckinsale segir síðastliðið ár hafa verið erfitt vegna áfalla, andláts stjúpföður hennar og eigin veikinda.

Leikkonan deildi stuttu myndbandi sem sýnir undirbúning hennar fyrir væntanlega kvikmynd hennar Stolen Girl. Í myndbandinu má sjá Beckinsale klæðast flíkum frá tíunda áratugnum og breyta um hárgreiðslu á meðan hún bregður á leik í hjólhýsinu sínu. Beckinsale sagðist spennt fyrir „endurgerð“ tíunda áratugarins þar sem hún rifjaði upp tímabilið þegar hún klippti sig sjálf, klæddist náttfötum bróður síns og Dr. Martens skóm og bar á sig hálfgagnsætt púður.

Nettröllin voru eldsnögg á lyklaborðið og voru skrifaðar fjöldi athugasemda við færsluna þar sem netverjar lýstu yfir skoðunum sínum á útliti Beckinsale.

„Fyrirgefðu að ég segi þetta Kate, en þú lítur út fyrir að vera svolítið mjó. Þú varst alltaf í fínu formi, en þegar maður er farin að sjá kinnbeinin þá er þetta ekki gott.“

Beckinsale svaraði viðkomandi: „Ég hjúkraði stjúpföður mínum fram að andláti hans snemma á þessu ári. Móðir mín er einnig að glíma við veikindi núna. Ég er að jafna mig eftir að hafa horft á tvo feður deyja, annan þegar ég var fimm ára, hinn í janúar á þessu ári.“

Í janúar lést stjúpfaðir Beckinsale, Roy Battersby, eftir stutt veikindi. Hún kom að föður sínum, Richard Beckinsale, látnum þegar hún var fimm ára. Banamein hans var hjartaáfall.

Beckinsale ásamt móður sinni og stjúpföður

„Ég missti líka köttinn minn, sálufélaga minn til næstum 19 ára, í fyrra. Ég eyddi sex vikum á sjúkrahúsi vegna þess að ég kastaði upp miklu af blóði af völdum streitu í heilt ár sem reif gat á milli vélinda og maga,“ (e. Mallory-Weiss tear) segir Beckinsale og útskýrir að hún hafi „einnig upplifað að mastfrumusjúkdómur (e. mast cell disease) hennar blossaði upp vegna streitu, áfalls og sorgar.“

„Ofangreint hefur átt sinn þátt í því að ég hef grennst verulega. En álit þitt á útliti mínu og hvernig ég ætti að líta út, óháð öllum aðstæðum í lífi mínu og fjölskyldu minnar, skiptir ekki máli. Ég er að reyna að lifa eftir óskiljanlegan missi sem olli áfallastreituröskun frá því að uppgötva lík föður míns um miðja nótt þegar ég var barn, og vinna að því að framfleyta fjölskyldunni sem ég á eftir,“ sagði Beckinsale.

Gagnrýndi hún einnig viðkomandi fyrir að hafa þörf fyrir að leggja konur í einelti vegna útlits þeirra.

Í mars fóru aðdáendur leikkonunar að hafa áhyggjur af henni eftir að hún birti mynd af sér á sjúkrabeði á samfélagsmiðlum. Í margar vikur hélt hún áfram að birta slíkar myndir frá spítalanum, en greindi aldrei nánar frá veikindum sinum.  Eftir að hafa verið útskrifuð gaf leikkonan í skyn hverju mætti kenna um veikindi hennar þegar hún klæddist stuttermabol sem á stóð: „Tummy Troubles Survivor“ sem útleggja má sem „Eftirlifandi magaerfiðleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan

Gisele Bündchen og þjálfarinn hætt saman – Sögð kenna Tom Brady um og þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“

Opnar sig um íslensku og áhyggjurnar af heimalandinu – „Það virðist vera fullkomlega eðlilegt þessa dagana að trúa ekki á helförina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“

Það sem hefur gerst síðustu ár breytti Frosta – „Ég er ekki trúleysingi lengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi

Harry leitar að varanlegu heimili í Bretlandi