fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Freista þess að fá „Baldur“ heim frá Tenerife

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2024 14:30

Baldur Þórhallsson. Myndin kann að vera samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við redduðum einhverjum á örfáum mínútum til að keyra húsbíl frá Höfn – EN – getum við reddað málverki frá Tenerife?,“ svo spyr Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttur forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar á stuðningsmannasíðu framboðsins.

Listakonan Bertha G. Kvaran málaði nafnilega fallega mynd af Baldri og kom því á framfæri við kosningateymi hans og lá það í augum uppi að verkið yrði að fá glæsilegan sess á kosningamiðstöð framboðsins. Á því er þó smá hængur en verkið er staðsett á hitabeltiseyju sem er mörgum Íslendingum kær.

Málverkið á paradísareyjunni

„Verkið er staðsett á Tenerife og okkur langar að reyna að koma því til Íslands og hengja það upp á kosningamiðstöðinni sem við munum opna í bráð. Verkið færi í bóluplast og það væri hægt að setja það í þunnan poka til að hengja á öxlina eða bakið og taka með í handfarangur. Bertha hefur áður sent verk heim með sama hætti og ætti pokinn ekki að teljast sem auka farangur,“ skrifar frambjóðendadóttirinn og hlýtur góðar undirtektir í hópnum.

Má telja líklegt að málinu verði reddað og „Tene-Baldur“ fái veglegan sess á kosningamiðstöðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“