fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 17:30

Íslandsvinurinn Nick Cave var ekki lengi að selja upp Eldborg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðar á tónleika Nick Cave sem fram fara þriðjudaginn 2. júlí næstkomandi í Eldborgarsal Hörpu seldust hratt upp í morgun. Skipulagðir hafa verið aukatónleikar degi seinna.

Hinn ástralski Cave mun troða upp með Colin Greenwood, bassaleikara bresku rokkhljómsveitarinnar Radiohead. Munu þeir flytja valin lög, „hrá og óskreytt“ eins og það er orðað í kynningu Senu Live.

Póstlistaforsalan hófst klukkan 10:00 í morgun. Klukkutíma seinna var tilkynnt að uppselt væri á tónleikana. Ekki fengu allir sem vildu miða á tónleikana. Aukatónleikarnir sem skipulagðir hafa verið munu fara fram 3.jJúlí og hefst miðasala á morgun, föstudag, klukkan 10:00.

Í færslu Senu Live segir:

„Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun kl. 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana 2. júlí og þurftu fjölargir frá að hverfa tómhentir.

Ákveðið hefur verið að bæta við auaktónleikum 3. júlí og fara þeir í sölu á morgun kl. 10 á harpa.is/nickcave þegar almenn sala hefst. Stafræn röð verður notuð aftur til að tryggja að salan gangi vel og vernda miðasölukerfið fyrir álagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona notar þú kjöthitamæli rétt

Svona notar þú kjöthitamæli rétt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“