fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Stal ADHD-lyfjum fóstursystur sinnar og setti sykur í staðinn – „Þarna var ég kominn á kaf í neyslu og fannst ég bara eiga rétt á þessu“

Fókus
Mánudaginn 1. apríl 2024 08:28

Valgeir Elís og Tinna Barkardóttir, umsjónarmaður Sterk saman.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Elís er 35 ára úr Sandgerði. Þar bjó hann til 24 ára aldurs eða þar til móðir hans lést úr krabbameini. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Valgeir ber Sandgerði góða söguna að stærstum hluta. „Við gátum leikið okkur úti allan daginn, það voru ekkert barnaníðingar úti um allt. Eina sem við þurfum að passa okkur á var maðurinn sem bjó fyrir neðan mig, hann var dæmdur níðingur, annars var þetta fínt en ég hataði grunnskóla.“

Valgeir segir að hann hafi ekki passað inn í skólakerfið og hafi til dæmis þurft að sitja sama stærðfræðiáfangann tvisvar því honum gekk svo illa.

„Ég er ekki heimskur, ég þurfti bara hjálp og aðrar aðferðir. Ég er alveg kominn með stúdentspróf í dag,“ segir hann.

Komst upp með allt

Valgeir segist hafa komist upp með allt hjá foreldrum sínum en hann er fjórða barn þeirra og unnu báðir foreldrar hans mikið úti og segir hann líklegt að ástæða þess að hann hafi aldrei verið skammaður og sér ekki sett mörk sé sú að foreldrar hans hafi verið að bæta upp fyrir tímaleysi.

„Ég var aldrei skammaður og komst upp með allt. Auðvitað átti að skamma mig. Ef ég skemmdi bíl þá fékk ég nýjan. Systkini mín þurftu að borga bílprófið og allt sjálf því þau drukku en ekki ég. Kannski af því að ég er fallegastur, það gæti verið,“ segir hann.

Valgeir byrjaði að fikta við áfengi um tólf ára aldur en segir að það hafi aldrei átt vel við sig. „Ég kynnist hassi og amfetamíni þegar ég fer í framhaldsskóla og þá stoppaði hausinn á mér loksins. Ég gat allt í einu djammað án þess að vera grenjandi eða allt færi í steik.“ Hann fékk allt sem hann vildi og þurfti á meðan hann var í skóla.

„Ég var fimm annir í framhaldsskóla og kláraði 13 einingar. Ég var bara í skóla fyrir mömmu.“

Stal ADHD lyfjum fóstursystur sinnar

17 ára gamall var Valgeir einn eftir af systkinum sínum á heimilinu og sá fyrir sér góða tíma þegar móðir hans tók að sér sex ára stelpu í fóstur. „Ég var mjög ósáttur og fór að tæma ADHD lyfin hennar og setja sykur í staðin. Mamma ákvað eftir nokkur ár að láta hana hætta á þessum lyfjum og ég sagði henni hvað ég væri búinn að gera. Þarna var ég kominn á kaf í neyslu og fannst ég bara eiga rétt á þessu, hún kom inn á mitt heimili“, segir hann brosandi og bætir við: „Þvlík brenglun“.

Hann talar um áfallið sem það var að missa móður sína, sjá hana fara úr því að vera mamma sem gerði allt í það að vera sjúklingur sem gat ekkert gert á hálfu ári. „Það er ekkert sem kemur í staðin fyrir mömmu. Ég elska pabba mjög mikið en fyrst um sinn hugsaði ég: Af hverju varst það ekki þú frekar?“

Missti bróður sinn

Neyslan varð slæm en rétt eftir að Valgeir jarðaði móður sína fór hann í meðferð og var edrú í sjö og hálft ár.

„Ég fór alla leið í samtökunum, fór í gegnum þetta áfall að missa mömmu, þó það sé ennþá vont. Á þessum tíma missti ég líka bróður minn.“

„Bróðir minn komst aldrei yfir það að missa mömmu, hann var alkóhólisti og veikur bara. Hann tók eigið líf. Ég var reiður fyrst en virði það.  Ég fór edrú í gegnum þetta áfall, það var mjög erfitt en felldi mig ekki.“

Fór í magaermi í maníu

Valgeir er með geðhvarfasýki og fer reglulega í maníu þar sem hann gerir alls konar gloríur.

„Mér líður rosalega vel í maníu en ég sá auglýsingu um magaermi í útlöndum, pantaði sama dag og borgaði daginn eftir. Ég er svo kærulaus líka. Ég er líka matarfíkill og að fara úr því að borða tvo til þrjá diska af mat í það að borða desilítra var eitthvað sem ég var ekki undirbúinn undir.“

Eftir aðgerðina færðist matarfíknin yfir á allt annað í lífi Valgeirs. Hann missti í raun stjórn á flestu í sínu lífi þrátt fyrir að hafa ekki fallið strax. „Ég þróaði með mér búlimíu, endurhannaði heimilið mitt tvisvar í mánuði, fixaði mig á karlmönnum, verslaði og allt sem mér datt í hug.“

Hann lenti í sóttkví í Covid og þegar henni lauk var fyrsta hugsun að fara til Reykjavíkur og ná sér í gras og amfetamín.

„Ég gerði þetta alveg án þess að pæla neitt í afleiðingum.“ Við tóku þrjú ár af neyslu.

Prófaði oxý og þá fór allt til fjandans

„Íbúðin mín var bara partýstaður. Það var gaman fyrst. Eitt augnablik breytti öllu og það var þegar ég prófaði oxý í fyrsta skipti, þá var ekki gaman lengur.“

Nú hefur Valgeir verið edrú í tvo mánuði en hann veiktist alvarlega í janúar á þessu ári.

„Ég vaknaði einn morguninn og var allur blár og marinn. Daginn áður hafði ég fundið fyrir því að ég væri með hita. Ég fór upp á spítala í Keflavík og þaðan beint á Gjörgæslu.“

Valgeir hafði fengið lungnabólgu og blóðeitrun sem varð til þess að líkaminn hætti að senda súrefni út í útlimi og höfuð.

Hann lá á gjörgæslu í átta daga og þaðan fór hann á almenna deild.

„Ég er heppinn að missa bara framan af tveimur puttum, tám og einhverjar tennur því 70% af þeim sem fá svona lifa það ekki af og 30% missa heila útlimi, sagði læknirinn mér. Fjölskyldan mín var alveg látin koma og kveðja mig á gjörgæslunni.“

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“

Reglulegt starfsmannasamtal breytti öllu hjá Maren – „Þarna eru öll rauðu flöggin!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum