fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Yngsti sonur Michael Jackson orðinn fullorðinn – Sjáðu nýjustu myndina

Fókus
Föstudaginn 23. febrúar 2024 08:25

Prince, Paris og Bigi Jackson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yngsti sonur Michael Jackson heitins, Bigi Jackson, er nýorðinn 22 ára.

Bigi Jackson, sem var kallaður Blanket þegar hann var yngri, heldur sig venjulega frá sviðsljósinu eins og eldri bróðir sinn, Prince Jackson, 27 ára.

Það er því sjaldséð sjón að sjá myndir af þeim á samfélagsmiðlum, sérstaklega Bigi sem birti síðast mynd á Instagram árið 2018. Bróðir hans Prince er aðeins duglegri að deila efni á miðlinum og mæta á viðburði með systur þeirra, Paris Jackson, 25 ára.

Prince Jackson, Paris Jackson
Prince og Paris Jackson árið 2017. Mynd/Getty Images
Prince Jackson, Bigi Jackson, Thriller Night 2019
Prince og Bigi Jackson árið 2019. Mynd/Getty Images

Bigi Jackson varð 21 árs þann 21. febrúar. Hann fagnaði ekki aðeins hækkandi aldri en á dögunum vann hann fyrstu kvikmyndaverðlaunin sín.

Stuttmynd hans, Rochelles, var valin besta dramamyndin á Santa Monica kvikmyndahátíðinni.

Prince birti mynd af bróður sínum og óskaði honum innilega til hamingju með árangurinn og afmælið.

„Bróðir minn er að rústa þessu! Eltir drauma sína og vinnur til verðlauna. Til hamingju með afmælið!“

Prince Jackson, Bigi Blanket Jackson, Instagram, 2024
Bigi er fyrir miðju og Prince í rauðu peysunni. Skjáskot/Instagram

Michael Jackson átti Prince með fyrrverandi eiginkonu sinni og söngkonunni Debbie Rowe. Hann eignaðist Bigi með aðstoð staðgöngumóður.

Bigi var nefndur Prince Michael II en fékk viðurnefnið Blanket fyrir þær sakir að faðir hans hélt honum fram af handriði á hótelsvölum í Berlín þegar hann var nýfæddur. Þegar hann danglaði fram af svölunum var andlit hans hulið með teppi. Michael hans baðst seinna afsökunar á athæfinu og sagðist aldrei skaða börn sín viljandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“