fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fókus

Ein vinsælasta stjarnan á OnlyFans hefur aldrei stundað kynlíf

Fókus
Miðvikudaginn 4. desember 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin tvítuga Sophie Rain hefur vakið mikla athygli að undanförnu en hún er með síðu á OnlyFans þar sem hún verið að gera það gott. Hún er ekki á neinum lúsalaunum en á einu ári hefur hún þénað 43 milljónir dollara, tæpa sex milljarða króna.

Sophie þykir skera sig nokkuð úr hinni fjölbreyttu flóru fólks á OnlyFans en hún er sannkristin og segist aldrei hafa stundað kynlíf.

„Ég er hrein mey, hrein mey fram á þennan dag,“ sagði hún í viðtali á YouTube-rásinni Kowski. „Ég er kristin og ég veit að það hljómar einkennilega, en ég geri ekki neitt með neinum á OnlyFans-síðunni minni. Það er bara ég,“ segir hún.

Hún virðist eiga sér nokkra dygga aðdáendur og þannig er hún sögð hafa þakkað einum ónafngreindum aðila fyrir stuðninginn í nýlegu myndbandi, en sá mun hafa eytt 4,7 milljónum dollara í að kaupa efni frá henni síðustu mánuði.

Þegar kemur að því að stunda kynlíf segist Sophie vera að bíða eftir hinum eina rétta til að eyða ævinni með. En það er ekki auðvelt að kynnast hinum „eina rétta“ þegar þú vinnur fyrir þér á OnlyFans og nýtur hylli víða.

Hún sagði í viðtali við Jam Press nýlega að margir karlar vildu vera með henni vegna útlits hennar, en ekki vegna þess hvaða manneskju hún hefur að geyma. Það sé aukaatriði í augum sumra.

Þó að Sophie eigi fyrir salti í grautinn þessa dagana hefur það ekki alltaf verið þannig. Hún er alin upp í Tampa á Flórída þar sem fjölskylda hennar þurfti að reiða sig á matarmiða til að geta borðað nægju sína á degi hverjum. Hefur hún sjálf sagt að hún hafi endurgoldið foreldrum sínum með því að greiða niður skuldir hennar eftir að hún sló í gegn á OnlyFans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni

Nýjasta vendingin í stóra Hollywood-dramanu – Disney dregið inn í málið út af þessari persónu í Deadpool-myndinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband

Bianca Censori og Penélope Cruz stigu saman munúðarfullan dans – Myndband
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi

Ofurfyrirsæta níunda áratugarins fagnaði nýju ári á Íslandi