fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Ellý spáir í spilin: „Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 28. desember 2024 10:29

Ellý spáir fyrir ofurparinu Gumma Kíró og Línu Birgittu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðinu ári.

Við spurðum út í öfluga áhrifavaldaparið Guðmund Birki Pálmason og Línu Birgittu Sigurðardóttur. Bæði njóta þau mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum en þau eru einnig mjög kröftug utan netheima. Guðmundur, eða Gummi Kíró eins og hann er þekktur, er kírópraktor á stofunni Líf Kírópraktík og er með fatamerkið Autumn Clothing. Lína Birgitta á og rekur vinsæla íþróttavörumerkið Define the Line. Hún heldur einnig úti hlaðvarpinu Spjallið ásamt vinkonum sínum.

Ellý spáir fyrir parinu í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

„Það eru ský fyrir ofan þau. Þegar það eru ský í mínum heimi, þegar ég er að spá, þá eru þetta nokkur verkefni sem þau þurfa að tækla. Og þetta er lærdómur sem þau þurfa að læra,“ segir Ellý og bendir á tarot spil sem hún heldur á.

„Hér er verið að fara í gegnum ský og hér eru þau komin út úr skýjabakkanum […] Hún [Lína Birgitta] er með verkefni í fangi, hún er í gullskikkju og þetta vex og vex og dafnar.“

Aðspurð hvort það sé gott fram undan hjá Define the Line svarar Ellý játandi. „Og stundum þarf maður að fara í gegnum nokkra hóla, erfiðleika, svo allt í einu gerist það og það kemur úr óvæntustu átt og henni gengur mjög vel, ég veit ekki með hann. Hann er þarna við hliðina á henni.“

Skýin á árinu

Fyrirtæki Gumma Kíró, Kírópraktorstöð Reykjavíkur ehf, var úrskurðað gjaldþrota í haust.

Sjá einnig: Eldri kírópraktorstöð Gumma Kíró úrskurðuð gjaldþrota

„Þetta er bara lærdómur,“ segir Ellý um erfiðleikana og bætir við: „Þau eru að ganga í gegnum hlið og það er bara birta sem bíður þeirra.“

Tekjudagar DV: Harðnar í ári hjá Línu Birgittu og Gumma Kíró - DV

„Þau taka þetta ekki nærri sér. Auðvitað er alltaf erfitt, eins og hann hefur verið að fara í gegnum, en hann heldur áfram og þau halda áfram. Þau eru bæði sterk og hugrökk og það er ekkert annað í boði en að halda áfram, og þau vita það.“

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Ellý spáði líka fyrir:

Valkyrjustjórninni

Fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Katrínu Jakobsdóttur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar

Öll helstu skotin í einum umtalaðasta South Park- þætti fyrr og síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“

Kelly Osbourne í sárum – „Ég er óhamingjusöm, ég er svo sorgmædd“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Hide picture