fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fókus

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2024 09:29

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðdáendur eru sannfærðir um að söngvarinn Justin Bieber hafi sent söng- og leikkonunni Selenu Gomez leynileg skilaboð eftir að hún trúlofaðist upptökustjóranum og lagahöfundinum Benny Blanco.

Bieber og Gomez voru í sundur og saman um árabil en þau hættu endanlega saman í mars 2018 og hann giftist fyrirsætunni Hailey Bieber seinna sama ár.

Þrátt fyrir að það séu sex ár síðan þau voru saman fylgjast aðdáendur vel með hegðun þeirra á samfélagsmiðlum. Netverjar hafa fylgst sérstaklega vel með samskiptum Hailey Bieber og Selenu Gomez, það er löng saga sem er farið stuttlega yfir í myndbandinu hér að neðan.

@dailymail This also comes after Selena surpassed Kylie Jenner as the most followed woman on Instagram! #dailymail #fyp #selenagomez #haileybieber #kyliejenner #selenahailey #celebrityfeuds #instagram #selenatiktok #selenator ♬ original sound – Daily Mail

Lag um fyrrverandi sem er erfitt að gleyma

Blanco fór á skeljarnar fyrir viku síðan eftir rúmlega árs samband. Í kjölfarið fóru aðdáendur að fylgjast vel með Bieber, en hann og Blanco voru einnig góðir vinir og hafa unnið að mörgum lögum saman.

Myndin sem hann birti.

Þannig þegar Bieber birti mynd af Hailey kyssa sig á kinnina á Instagram voru þeir handvissir um að hann væri að segja eitthvað með myndinni, eða ekki beint myndinni heldur lagavalinu sem hann hafði með færslunni.

Hann valdi lagið „all my ghosts“ með Lizzy McAlpine sem er tilfinningaríkt lag um ljúfar minningar með fyrrverandi maka sem er erfitt að gleyma. Textinn hljóðar svo:

„I can see it now, the wedding of the year / I can see it now, he stands up there and wipes his tears

I can see it now, when all my ghosts disappear / I can see it crystal clear.“

Aðdáendur telja Bieber hafa verið að senda sinni fyrrverandi leynileg skilaboð með þessu.

„Ef þið hlustið á þetta lag þá sjáið þið að hann er að reyna að senda Selenu skilaboð,“ sagði einn.

„Ég veit ekki hvort hann sé að meina þetta eða grínast,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 6 dögum

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?

Stefnir leynileg valdaklíka að nýrri heimskipan bakvið tjöldin?
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni

Ragga Holm og Elma giftu sig hjá sýslumanni
Fókus
Fyrir 1 viku

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“