fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 23. nóvember 2024 18:30

Hin 37 ára Urach birti mynd af sér í sjúkrarúmi. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámmyndaleikkona að nafni Andressa Urach endaði á spítala eftir að hafa tekið upp atriði þar sem hún sængaði hjá mörgum karlmönnum. Hún er þó ekki af baki dottin.

Hin brasilíska Andressa var að taka upp atriði á þriðjudag í heimalandinu þegar hún þurfti að fara á spítala eins og greint er frá í frétt Daily Mail. 19 ára sonur hennar, Arthur Urach, tók upp atriðið, þar sem móðir hans hafði mök við marga karlmenn.

„Ég endaði upp á spítala. Ég fékk mikla verki í mjaðmirnar,“ sagði Andressa í færslu á Instagram. En þar er hún með 4,4 milljón fylgjendur.

Greindi hún frá því að hún myndi fara í sneiðmyndatöku og taka verkjalyf. „Vitiði hvað? Þetta var mjög sóðalegt. En þetta var mjög gott,“ segir hún og á þá við atriðið.

Seinna birti hún ljósmynd af sér í hjólastól þar sem verið var að útskrifa hana af spítalanum. Gantaðist hún með að hún væri reiðubúin að byrja aftur á tökum.

„Hahahah, ég var bara að plata. Ég mun ekki geta gert það í dag….bókstaflega,“ sagði hún.

Engu að síður var hún mætt aftur fyrir framan myndavélarnar degi seinna, það er á miðvikudag. Á fimmtudag skrifaði hún: „Mamma er tilbúin í meira“ og að hvíld væri aðeins fyrir þá veiklunduðu.

Féll þetta ekki í góðan jarðveg hjá öllum fylgjendum hennar. Einn skrifaði:

„Viðhorf þín og ákvarðanir valda foreldrum þínum hjartasári sem og allri brasilísku þjóðinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni