fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Glímir við mjög sjaldgæfa kynlífsröskun – „Ég þarf að læsa mig inni í herbergi“

Fókus
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 11:24

Skjáskot úr myndbandi The Sun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin breska Lauren Spencer glímir við mjög sjaldgæfa kynlífsröskun og þarf þess vegna að læsa sig inni í svefnherbergi þegar hún gistir heima hjá vinkonum sínum.

Lauren, 50 ára, segir að persónuleiki hennar „gjörbreytist“ eftir að hún sofnar.

Hún hefur verið greind með sjaldgæfa svefnröskun sem kallast sexsomnia sem lætur hana eiga frumkvæði að kynlífi á meðan hún er sofandi. Eiginmaður hennar, Charlie, 52 ára, sagði að þegar Lauren sefur reynir hún að nudda sér upp við hann og fá hann til að stunda kynlíf með því að strjúka honum.

Lauren segir að hún þarf að nota sérstakan lás þegar hún gistir annars staðar en heima hjá sér. „Ég efast um að ég yrði mjög vinsæl ef ég myndi gista heima hjá vinkonu minni og enda uppi í rúmi með eiginmanni hennar. En ég er mjög heimakær þannig þetta er sjaldan vesen,“ segir hún.

„Við hjónin búum bara tvö saman, og hann kvartar ekki. Dætur mínar eru 25 og 30 ára og eru báðar fluttar út.“

Lauren segir þetta geta verið mjög vandræðalegt. „Ég man aldrei það sem gerist þannig ég er oft mjög ringluð. Ég skammast mín einnig fyrir stjórnleysið, en sem betur fer gerist þetta ekki oft,“ segir hún.

„Charlie, auðvitað, stekkur á hvert tækifæri […] Við höfum rætt opinskátt um röskunina og ég hef ákveðið að ég sé til í kynlíf þegar þetta gerist, ég veiti fullt samþykki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni