Gunnlaugur Helgason, smiður og fjölmiðlamaður, eða Gulli Helga eins og við þekkjum hann best, hvetur fólk til að byrja að huga að útiljósaseríunum.
„Ég mundi fara í þetta núna, setja upp krókana og ákveða hvar þú ætlar að hafa seríurnar. Þú átt eftir að hugsa til þess þegar þú ferð að setja þetta upp í 5 stiga frosti: Ah, það var nú 10 stiga hiti hérna um daginn,“ segir Gulli í þættinum Skemmtilega leiðin heim á K100. Gulli var að ljúka áttundu þáttaröð af Gulli byggir á Stöð 2.
Mælir hann með því að nota síl til að búa til lítið gat í spýtuna í þakkantinum. „Þá býrðu til smá gat fyrir krókinn. En það er líka til svona stykki sem þú setur krókinn ofan í og snýrð með handfangi,“ segir Gulli sem mæli alls ekki með upplímdum jólaseríum.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.