Dagurinn er stundum kallaður „dagur einhleypra“ en hugtakið „Singles Day“hefur þó náð að festa sig betur í sessi. Um er að ræða kínverska hefð sem hófst á tíunda áratug síðustu aldar og var fljót að breiðast út um heimsbyggðina.
Í færslu á Facebook-síðu sinni notar Bragi Valdimar kjarnyrta íslensku og segir:
„Ágætu andlausu, óinnblásnu kaupahéðnar og enskuupplepjandi skransalar. Hér fáið þið fáeinar tillögur að íslenskum heitum á þennan eymingjans ellefta nóvember, dag einhleypra, sem þið kjósið raunar ítrekað og umhugsunarlaust að kalla „singles day“ – og já – sem þið megið gjarnan að óbreyttu troða þéttingsfast upp í greiðslugáttirnar á ykkur.“
Færslunni fylgja svo nokkrar skemmtilegar tillögur:
Eindagi
Stakdægur
Einidagur
Dagur einmanaleikans
Einsemdadægur
Ógiftudagur
Kaupársdagur
Einkaupadagur
Álausudagur
Einverudagur
Staklingamessa
Dagur hinna einstæðu
Ókvænisdagur
Einsa–mall
Dagurinn eini
Einverjadagur
Dagur einstæðinga
Einhleypidagur
Lausliðugramessa
Einkaupadagur
Skrandagur
1111