fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fókus

„Ég gekk inn mölbrotin á líkama og sál“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 11:55

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Annaðhvort er hún í lyfjagjöf eða í hvíld og þá er hún lasin eftir lyfjagjöfina. Maður er alltaf að halda í von að maður geti farið og gert eitthvað saman sem fjölskylda, en maður gleymir að hlúa að sjálfum sér af því maður er svo upptekinn af því að passa upp á hana og að henni líði vel, og börnunum hennar,“

segir Ástrós Villa Vilhelmsdóttir um systur sína sem glímir við briskrabbamein.

„Hún greindist jólin 2017-18, var búin að vera mikið veik áður og kom í ljós þarna að hún var með briskrabbamein, fór í stóra aðgerð og lyfjameðferð eftir það. Hún er búin að vera með krabbameinið síðan þá og er enn að berjast.“

Ástrós segir sögu sína í tilefni af Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunartátaki Krabbameinsfélagsins, sem jafnan fer fram í október. Bleika slaufan er komin út í 25 sinn, hönnuð af Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Siggu Soffíu, sem greindist brjóstakrabbamein árið 2020 og þurfti að fara í lyfja- og geislameðferð og aðgerð.

Ástrós sem býr á Norðurlandi leitaði sér aðstoðar núna í janúar hjá Krabbameinsfélaginu.

„Ég gekk inn mölbrotin á líkama og sál,“ segir Ástrós sem segir hafa verið tekið vel á móti henni og alltaf tekið jafnvel á móti henni og fylgst vel með að henni líði vel. Engu máli skipti hvar fólk sé búsett sem þarf að leita sér aðstoðar hjá Krabbameinsfélaginu.

„Ef það væri einhver að greinast í dag þá myndi ég svo sannarlega vilja að sá sami myndi fara og leita sér aðstoðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg

Billy Joel finnst eigin heimildarmynd leiðinleg
Fókus
Í gær

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“

Anna Guðný lögð af stað í ævintýri lífs síns – „Ég upplifi alla vinalega og hjálplega en svo gæti það breyst“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það

Ertu í áhættu fyrir heilabilun? Einfalt 60 sekúndna próf gæti varpað ljósi á það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs

Látinn bókaunnandi blæs í glæður bóklesturs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu

Bretum gróflega misboðið vegna heimildarmyndar um Bonnie Blue sem var sýnd í sjónvarpinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit