fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fókus

Vinkonurnar fögnuðu með stæl í Barcelona

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. september 2024 19:00

Þrjár með öllu! Lína Birgitta, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Lína Birgitta Sigurðardóttir, athafnakona og áhrifavaldur, Gurrý Jónsdóttir, snyrtifræðingur og áhrifavaldur, og Sólrún Diego, áhrifavaldur og skipulags- og þrifsérfræðingur, eru nýkomnar heim frá Barcelona þar sem þær fögnuðu þriggja ára afmæli hlaðvarpsþáttar þeirra, Spjallið.

Þriðja þáttaröð hóf göngu sína fyrr í dag með þætti sem var tekinn upp í Barcelona.

Þann 3. október verður Spjallið þriggja ára en vinkonurnar byrjuðu með þættina í áskrift í ágúst í fyrra en einn þáttur í mánuði er opinn öllum.

Nýjasti þátturinn var tekinn upp í Barcelona.

Ný sería þýðir breytingar en vinkonurnar munu koma til með að kynna nýja liði í hlaðvarpinu. „Við skiptum þættinum upp í vinkonu spjall og mismunandi liði, sem enda oftast í skemmtilegu spjalli,“ segir Lína Birgitta í samtali við DV.

Það er ýmislegt spennandi fram undan en til stendur að halda „live show“ í haust. „Við erum mjög spenntar fyrir því,“ segir hún.

Aldrei dauð stund hjá vinkonunum.

Góður matur og góður félagsskapur

Lína Birgitta, Sólrún og Gurrý fóru til Barcelona á dögunum til að fagna nýju þáttaröðinni og plana næstu skref.

„Og líka að borða góðan mat, kíkja á þakbari og versla,“ segir Lína Birgitta.

Vinkonurnar voru mjög hrifnar af staðnum Rasoi. Aðsend mynd.

Hún nefnir sérstaklega indverska staðinn Rasoi. „Hann er rosalegur, einn sá besti í Barcelona,“ segir hún.

„Við elskum líka COYA. Hann er frekar fínn og er staðsettur á W hotel. Maturinn þar er líka rosalegur!“

Þær nutu sín einnig á COYA.
Fallegt útsýni.
Aðsend mynd.

Vinkonurnar gistu á hótelinu Iberostar Selection Paseo de Gràcia.

Vinkonurnar að skála fyrir nýrri þáttaröð.
Aðsend mynd.

Hægt er að skrá sig í áskrift fyrir þættina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum