Föstudaginn 17. maí verða 100 ár liðin frá fæðingu söngvarans ástsæla, Hauks Morthens. Af þessu tilefni verða stórtónleikar honum til heiðurs í Hörpu sunnudaginn 26. maí.
Ferðalag Hauks í gegnum tónlistina hófst þegar hann var aðeins aðeins 11 ára þegar hann kom fyrst fram með drengjakór Reykjavíkur. 19 ára gamall hóf Haukur atvinnuferil sinn með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar og varð fljótt einn frægasti, ástsælasti og áhrifamesti söngvari Íslands. Hann risti nafn sitt djúpt inn í annál íslenskrar tónlistarsögu, ekki bara sem flytjandi heldur sem frumkvöðull og hugsjónamaður.
Haukur Morthens var margþættur hæfileikamaður sem bar marga hatta. Hann fór ótroðnar slóðir bæði heima og erlendis. sá fyrsti sem gerði dægurlagasöng að atvinnu og um leið fyrstur slíkra til að reyna fyrir sér á erlendum vettvangi, hann var jafnframt lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, skrifaði um tónlist í blöð og tímarit, flutti inn erlent tónlistarfólk, hélt tónleika og var með eigið útgáfufyrirtæki um tíma.
Í tilefni af aldarafmæli söngvarans ástæla verður blásið til stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 26. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 17.
Fram koma söngvararnir Jógvan Hansen, Bogomil Font, Valdimar Guðmundsson og Unnur Birna Björnsdóttir ásamt hljómsveit undir stjórn Karls Olgeirssonar. Sérstakir gestir verða meðlimir Karlakórs Kjalnesinga.
Miðasala er hér og í síma 528 5050.