fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Fjallið Hafþór Júlíus lýsir matseðli dagsins – „Ég er fokking risastór gaur, ég svitna fokking mikið“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 15:30

Hafþór er stór maður og þarf mikinn mat. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, títt nefndur Fjallið eftir að hann lét í þáttunum Game of Thrones, breytti um matarræði eftir að hann hætti í kraftasporti til að einbeita sér að hnefaleikum. Nú er hann að stækka sig á nýjan leik fyrir Arnold Classic og borðar 8 þúsund kaloríur á dag.

Hafþór sýnir hvað hann borðar á hverjum degi á Youtube rás sinni.

Hættur að drekka mjók með öllu

Það er nauðsynlegt að borða nógu mikið af kaloríum til að viðhalda vöðvauppbyggingunni í ræktinni. 8 þúsund kaloríur dugar til þess. En maturinn verður að vera bragðgóður og því réði Hafþór föður sinn, Björn Þór Reynisson, sem kokk.

„Það er ekkert leiðinlegra en að borða mat sem þér finnst ekki góður,“ segir Hafþór.

Morgunmaturinn samanstendur af eggjum og hrísgrjónum, bragðbættum með kjúklingakrafti. Þessu skolar Hafþór niður með bústi af skyri, appelsínusafa og bláberjum.

„Áður fyrr drakk ég mjók með öllum máltíðum en of miklar mjólkurvörur valda mér óþægindum,“ segir hann. „Hins vegar borða ég skyr með öllum mat og það virðist vera í lagi.“

Fokking risastór gaur

Önnur máltíðin samanstendur af steik, spergilkáli og hrísgrjónum, ásamt áðurnefndu skyr bústi sem hann drekkur með öllu máltíðum. Einnig drekkur hann íþróttadrykk til að fylla á söltin og steinefnin.

„Ég er fokking risastór gaur, ég svitna fokking mikið. Ég þarf fokking mikið af söltum og steinefnum,“ segir Hafþór. Ef hann fær ekki næg sölt fær hann krampa á æfingum.

Máltíðir eru vinna

Þriðja máltíðin, hádegismaturinn, samanstendur af steik, grænmeti, hrísgrjónum og safa.

„Þegar ég borða er ég í vinnunni. Ég hangi ekki í símanum. Ég borða bara matinn minn. Þess vegna get ég borðað hraðar og komið hlutum í verk,“ segir Hafþór.

Milli hádegis og kvöldmatar borðar Hafþór súrdeigsbrauð með sultu, hnetusmjöri og banana.

Kelsey, eiginkona Hafþórs, útbýr kvöldmatinn. „Ribeye“ steik, grænar baunir og jú, meiri hrísgrjón.

Í kvöldkaffi fær Hafþór sér svo fjórðu steikina, lárperu, blandað grænmeti og enn þá meiri hrísgrjón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar