fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fókus

Katla orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna – „Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð“

Fókus
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 11:41

Katla Hreiðarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir, eigandi verslunarinnar Systur og makar í Síðamúla, segist vera orðlaus eftir að hafa orðið vitni að óheiðarleika fastakúnna verslunarinnar. Viðskiptavinurinn hafi farið ránshendi um verslunina og troðið varningi inn undir úlpuna sína en misst þýfið á leiðinni út úr verslunni. Mannlíf greindi fyrst frá.

„ … Fullorðin kona sem hefur verslað hjá okkur nokkrum sinnum tróð inn á sig kjól og fleiru en missti undan úlpunni sinni á leiðinni út!,“ segir í færslu á Instagram-síðu verslunarinnar.

Í annarri færslu segir Katla að eiginmaður hennar hafi farið í gegnum myndbönd úr öryggiskerfi verslunarinnar og þar sést athæfi konunnar glöggt. „Hún labbar um alla búðina og treður og treður og treður inn á sig,“ segir Katla. Konan var stöðvuð við útidyrahurð verslunnarinnar en auk tveggja flíka var hún með fullt af smáhlutum úr versluninni á sér.

„Við erum í áfalli. Ég er svo reið. Þetta er manneskja sem ég hef afgreitt margoft niður í búð,“ segir Katla. JKonan sé komin til ára sinna, haltrar við og notar staf en eiginmaður hennar leggur yfirleitt í stæði hreyfihamlaðra fyrir utan búðina. Starfsmenn verslunarinnar þekki konuna vel og segir Katla að stjanað hafi verið við hana í gegnum tíðina og hafi hún til að mynda verið aðstoðuð með vörur út í bíl. Segist Katla óttast að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn sem konan lætur greipar sópa um búðina.

Segir Katla að konunni verði hér eftir meinaður aðgangur að verslunninni og hyggst hún kæra athæfið til lögreglu.

Hér má sjá færslu Kötlu á Instagram-síðu verslunarinnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“