fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Er það andfeminískt að vilja ekki vera fjölkær?

Fókus
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 21:30

Fjölkær pör. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri umfjöllun breska fjölmiðilsins Metro er velt upp þeirri spurningu hvort karlmaður sem vill ekki vera í fjölkæru sambandi með kærustu sinni sé andfeminískur.

Fjölkær sambönd, kynsvall, og makaskipti eru orðin algengari en áður þegar kemur að kynlífi og ástarsamböndum.

Þessi fyrirbrigði eru í raun ekki lengur á jaðrinum í vestrænum samfélögum og orðin viðteknari.

Svo er nú komið að í auknum mæli er rætt um hvort þau sem kjósa hefðbundið einkvæni eigi á hættu að vera sögð gamaldags eða einfaldlega haldin kvenhatri.

Í umfjölluninni kemur  fram að maður sem kallar sig Mark hafi á vefsvæðinu Reddit einmitt spurt slíkra spurninga. Mark hefur verið í einkvænissambandi með kærustu sinni í átta mánuði.

Hann segist vera mikið fyrir BDSM en í samræðum við aðra einstaklinga sem deila þessum áhuga með honum hafi Mark sagt að hann vildi ekki vera í fjölkæru sambandi með kærustunni sinni og þá um leið að hún svæfi ekki hjá neinum öðrum en honum.

Mark segist sjálfur ekki hafa áhuga á að sofa hjá öðrum en kærustunni en hann segir að í þessum samræðum hafi komið fram fullyrðingar um að með þessu viðhorfi sínu sé hann að takmarka kynfrelsi kærustunnar sinnar. Hann segist hafa vera sakaður um að eitra sambandið við kærustuna og að vera neikvæður í garð kynlífs.

Hann segir í færslunni að viðhorfið virðist vera það að annaðhvort sé maður hlynntur þessum nýju hugmyndum um sambönd og kynlíf eða fáviti sem haldinn sé kvenhatri.

Ekki svo einfalt

Kynfræðingurinn Ness Cooper segir hins vegar í samtali við Metro að það sé vandkvæðum bundið að kalla mann sem vill ekki vera í fjölkæru sambandi andfeminískan. Það sé ekki hjálplegt að fullyrða að einkvænissambönd feli í sér kvenhatur, skoða þurfi hugmyndir um einkvæni. Slík sambönd geti verið mismunandi og feli ekki alltaf í sér yfirráð karlmanna og feðraveldisins.

Cooper segir að það sé ekki auðvelt fyrir alla að finna út hvernig ástarsamböndum þeir vilja vera í. Komist einstaklingur að þeirri niðurstöðu að hann vilji vera í fjölkæru sambandi sé það ekki alltaf einfalt mál fyrir viðkomandi og hik í þeim efnum þýði ekki sjálfkrafa að viðkomandi sé að eitra sambandið. Slíkar fullyrðingar geti ýtt ranglega undir hugmyndir um að eitthvað sé að viðkomandi einstaklingi. Hún segir það einfaldlega óraunhæft að æltast til þess að allt fólk sé opið fyrir beinlínis öllu og slíkar væntingar séu merki um að ekki hafi verið rætt til fullnustu um mörk í viðkomandi ástarsambandi.

Þar sem samband Mark hafi bara staðið í átta mánuði gæti hann túlkað hugmyndir um að hafa sambandið fjölkært sem ógn. Ef það sé nýtt fyrir fólki að opna sambandið, sérstaklega svona snemma, geti það sýnt sömu viðbrögð og Mark.

Cooper segir að fjölkær sambönd fari yfir ýmis mörk hjá mörgu fólki. Hjá sumum snúist þetta um kynhneigð en hjá öðrum sé þetta spurning um lífsstíl. Hún segir að fólk dæmi almennt ekki annað fólk fyrir kynhneigð þess og það virki í báðar áttir.

Cooper segir að maður sé ekki sjálkrafa neikvæður í garð kynlífs ef manni líst ekki á að vera í fjölkæru sambandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram
Fókus
Í gær

Selena Gomez trúlofuð

Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“