fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fókus

Aðdáendur Dua Lipa trylltir yfir nýju hlutverki hennar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stikla kvikmyndarinnar Argylle er komin út og eru aðdáendur söngkonunnar Dua Lipa að tryllast af spenningi yfir frammistöðu hennar. Frumraun Lipa á hvíta tjaldinu var lítið hlutverk í myndinni Barbie sem frumsýnd var fyrr á árinu, auk þess sem hún söng lagið Dance The Night í myndinni.

Í Argylle er söngkonan í stjörnuprýddum hópi leikara, en með henni leika Bryce Dallas Howard, Sam Rockwell, John Cena, Bryan Cranston, Sofia Boutella, Ariana DeBose, Catherine O’Hara og Samuel L. Jackson.

Dua Lipa

Myndin fjallar um ofurnjósnarann ​​Argylle (leikinn af Henry Cavill), sem dregst inn í fjársjóðsleit sem fer með hann um allan heim. Erfið fortíð Argylle gæti þó sett verkefni hans í hættu. Bryce Dallas Howard leikur Elly Conway höfund metsölubóka um njósnir, en hugmynd hennar um sælustund er heima í sófa með kettinum sínum, ekki njósnaferðir um víða veröld. Þegar bækur hennar um njósnarann Argylle fara að endurspegla raunveruleg verkefni leyniþjónustu breyttist líf Conway svo um munar. 

Myndin er í leikstjórn Matthew Vaughn sem á fjölda mynda á ferilskránni sem leikstjóri og framleiðandi, þar á meðal Kingsman trilógíuna, Kick Ass myndirnar, Rocketman, Tetris og Stardust.

Í stiklunni lítur út fyrir að Lipa leiki einn af vondu gaurunum, en aðdáendur Lipa verða að bíða þar til 2. febrúar 2024 til að sjá myndina.

 „Ég mun horfa á Argylle bara vegna Dua Lipa, hún er söguþráðurinn.“

„Dua Lipa kann að gleðja okkur.“

„Þegar ég las fyrstu drögin að handritinu fannst mér þetta ótrúlegasta og frumlegasta njósnasagan síðan í bókum Ian Fleming [um James Bond] á fimmta áratugnum,“ sagði Vaughn í yfirlýsingu á síðasta ári. „Myndin mun breyta njósnamyndageiranum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins

Ótrúleg breyting á poppstjörnu fyrsta áratugarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika

Fjöll með nýtt lag – Boða tónleika