fbpx
Þriðjudagur 05.desember 2023
Fókus

Minnstu miðbæjareignirnar á markaðinum í dag

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 25. september 2023 18:02

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dreymir þig um að búa í lítilli kósí íbúð í miðbæ Reykjavíkur? Hvað ætli slík eign kosti margar milljónir, er íbúðin gömul og „tilvalin fyrir handlagna„ (lesist: að hruni komin) eða er um splunkunýja eign að ræða í hverfi sem er í uppbyggingu?

Þetta eru fimm minnstu eignirnar í fermetrum talið sem eru í sölu í dag á fasteignavef DV.

Baldursgata 34  – Stærð 49,9 fm. 

Verð 52.900.000 kr., byggt 2014

Tveggja herbergja íbúð á tveimur hæðum með tvennum svölum í fjöleignarhúsi með þremur íbúðum. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, stofu og svefnherbergi, bæði með útgengi út á suðursvalir, öll framangreind rými eru parketlögð og baðherbergi. Nánari upplýsingar hér. 

Lindargata 57 – Stærð 49 fm.

Verð 51.900.000 kr., byggt 1993

Íbúð í fjöleignarhúsi fyrir heldri borgara, 67 ára og eldri. Íbúðin skiptist í anddyri/gang, stofu, eldhús, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Innangengt er fyrir íbúa hússins úr bílastæðahúsi borgarinnar við Vitatorg en þar eru 223 bílastæði. Hægt er að sækja um langtímastæði í bílahúsinu.  Í húsinu er starfrækt félags- og tómstundastarf og hægt er að kaupa hádegismat alla daga og kaffiveitingar virka daga. Heimaþjónusta er veitt samkvæmt einstaklingsbundnu mati. Húsvörður er í húsinu, neyðarkallkerfi er í íbúðinni sem tengist stjórnstöð þjónustumiðstöðvarinnar en þar er sólarhringsvakt. Nánari upplýsingar hér. 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Arnarhlíð 6 – 48,2 fm.

Verð 54.900.000 kr., byggt 2022

Splunkuný íbúð í Hlíðarendahverfinu, tilvalin fyrir áhangendur Vals enda örstutt á völlinn. Íbúðin skiptist í forstofu, eldhús, stofa/svefnrými er rúmgott opið rými við eldhús, þaðan er gengið út á suðvestur verönd sem eru timburlagðar og snúa í inngarð. Svefnrýmið er stúkað af með vegg, baðherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Sérgeymsla er í sameign í kjallara 7,3 fm. Bílastæði í bílageymslu fylgir íbúðinni. Nánari upplýsingar hér. 

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is

Hverfisgata 44 – Stærð 44,2 fm.

Verð 49.500.000 kr., byggt 2019

Nýleg íbúð í hjarta miðbæjarins á svokölluðum Brynjureit. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu/alrými með útgengi út á svalir og baðherbergi. Sérgeymsla 3,6 fm er í kjallara. Sameiginlegt þvottahús með aðgengi að þvottavélum og þurrkurum í eigu húsfélagsins. Aðkoma / inngangur er bæði frá Laugavegi og Hverfisgötu. Nánari upplýsingar hér. 

Freyjugata 15 – 42,3 fm.

Verð 44.900.000 kr., byggt 1935

Einstök og mikið endurnýjuð eign. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús, stofu/borðstofu með útgengi, hjónaherbergi með baðkari og baðherbergi.  Nánari upplýsingar hér.

Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Mynd: fasteignaljosmyndun.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu

Skilur núna af hverju hann hafi verið svona spenntur þegar hún greindi frá starfi sínu
Fókus
Í gær

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“

Að deila forræði það erfiðasta við skilnað – „Af því að ég var ekki að eignast börn til þess að þurfa að deila þeim“
FókusFréttir
Fyrir 2 dögum

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?

Hafa eigendur Manchester City óeðlileg áhrif á dómgæslu ensku úrvalsdeildarinnar í krafti auðæfa sinna?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“

Fyrsta eiginkonan ekki par sátt með Bubba – „Vandræðalegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans

Þau eru tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“ 

Gyllti piparsveinninn valdi, skellti sér á skeljarnar í beinni og ætlar að gifta sig án tafa – „Ég er 72 ára, tíminn tifar hratt“