Elon Musk, forstjóri Tesla og stofnandi SpaceX, opnaði sig um ástarsamband hans og Amber Heard í samnefndri nýrri ævisögu, skrifuð af Walter Isaacson.
„Þetta var hrottalegt,“ hafði Musk að segja um samband þeirra.
Auðkýfingurinn og leikkonan opinberuðu samband sitt snemma árið 2017, ári eftir að hún sótti um skilnað við leikarann Johnny Depp. Nokkrum mánuðum síðar hættu þau saman.
Í bókinni kemur fram að parið hafi átt sameiginleg áhugamál í „nördalegri kantinum“.
„Ætli ég geti ekki verið kölluð nörd eins og ég get verið kölluð heit gella,“ grínaðist Heard við rithöfund bókarinnar. Vanity Fair greinir frá.
Það kom einnig fram að leikkonan hafi eytt „tveimur mánuðum í að hanna búning frá toppi til táar sem hún gæti notað í hlutverkaleik“ með Elon Musk, eftir að tæknifrumkvöðullinn sagði að hún minnti hann á uppáhalds tölvuleikjapersónu hans, Mercy úr Overwatch.
Hann birti einnig mynd af Heard í búningnum á X og sagði: „Hún klæddi sig virkilega sem Mercy og það var æðislegt.“
— Elon Musk (@elonmusk) September 13, 2023
Nokkrir úr innsta hring Musk voru ekki ánægðir með sambandið. Bróðir hans, Kimbal Musk, lýsti leikkonunni sem „eitraðri“ og „martröð“. Hann sagði einnig að bróðir sinn ætti það til að falla fyrir „fallegum konum sem eiga sér myrka hlið.“
Eftir að þau hættu saman árið 2017 tóku við „átján mánuðir af endalausri geðveiki“ sem voru „óskiljanlega sársaukafullir“ að sögn Musk.
Það er samt gott á milli þeirra í dag. „Ég elska hann mjög mikið,“ sagði Heard í bókinni og bætti við: „Elon elskar eld og stundum brennur hann sig.“