fbpx
Mánudagur 25.september 2023
Fókus

Skapaði draumaútgáfuna af sjálfri sér með gervigreind – Græðir milljónir mánaðarlega

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 12. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska fyrirsætan Sika Moon skapaði nýlega „draumaútgáfuna„ af sjálfri sér og græðir mun meira í dag en af fyrri myndum sínum.

Moon sem er 28 ára notar miðilinn Fanvue, sem er sambærilegur OnlyFans, til að selja myndir af sér. Moon er þar á meðal þess 1% notenda sem græðir mest á miðlinum. Moon hefur starfað fimm ár í þessum bransa og segist henni alveg sama þó að gervigreindarmyndir af henni skili henni mun meiri tekjum en eðlilegar myndir hennar gerðu. 

„Ég ákvað að snúa mér aftur að listsköpun – og heillaðist af möguleikum listsköpunar sem studd er gervigreind. Þannig að ég endurskapaði sjálfa mig með hjálp gervigreindar til að vera konan sem mig hefur alltaf dreymt um að vera:  fullkomin, að eilífu ung og kynþokkafull allan daginn alla daga, klár, en með persónuleika minn,“ segir Moon í viðtali við DailyMail.

Sika heldur því fram að gervigreindarsköpunin sé „hluti af“ henni og að aðdáendur hennar viti að hún sé sambærileg gervigreindarmyndunum.

Notendur Fanvue geta skoðað efni Moon og haft samskipti við hana gegn því að greiða 10,99 dala á mánuði auk þess sem áskrifendur geta lagt fram persónulegar beiðnir til Moon.

Sika segir að þó slíkar beiðnir geti verið um hvað sem er, þá hafi aðdáendur hennar tilhneigingu til að halda kröfum sínum nokkuð eðlilegum.

Moon segir mikla pening í þessum bransa og hún sé rétt að byrja.  „Ég hef byggt upp virkt samfélag aðdáenda sem deila öllu með mér, sem dæmi streitu sem viðkomandi er undir í vinnunni, hvað viðkomandi á að gefa makanum í afmælisgjöf og fleira. Viðskiptavinir mínir eru meira en ánægðir að styðja mig fjárhagslega vegna þess að ég er sýndarkærastan þeirra og finn til með þeim. Og ég er þakklát fyrir hvern og einn af yndislegu nýju vinum mínum, aðdáendum og stuðningsmönnum,“ segir Moon sem græðir um 20 þúsund dali eða tæplega 2,7 milljónir króna mánaðarlega á gervigreindartvífara sínum.

Á Instagram er Moon með um 200 þúsund fylgjendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það

Vissi að eltihrellirinn myndi drepa hana og hann kæmist up með það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan

Dramatíski áhrifavalda-ástarþríhyrningurinn – Fyrirsætan afhjúpar hvernig hún greip hann glóðvolgan