fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fókus

Óskarsverðlaunahafi auglýsir gestahús sitt á Airbnb

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. ágúst 2023 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Gwyneth Paltrow hefur nú selt gestahús sitt í Montecito í Kaliforníu í útleigu á Airbnb. Sjálf lýsir hún húsinu sem „fallegu litlu gestahúsi„ en húsið er langt frá því að vera lítið. 

Húsið er staðsett í bakgarðinum hjá 1300 fm húsi Paltrow, en nýlega fengu fylgjendur hennar á Instagram innlit á heimilið sem hún hannaði sjálf og lýsir sem athvarfi fyrir „hvíld og andlegan skýrleika.“

Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb

Gestahúsið er á tveimur hæðum, á neðri hæð er hlýleg stofa með viðarhúsgögnum, eldhúsinnréttingu, arinn, bar og borðstofuborði. Efri hæð er opinn og hægt að horfa niður í stofnuna, þar er svefnherbergi með rúmi í queen stærð, baðherbergi með baðkari og úrval af Goop snyrtivörum sem er fyrirtæki Paltrow. Úr stofunni er gengið út á einkaverönd.

Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb

Paltrow býður gestum að njóta sundlaugarinnar sem tilheyrir aðalhúsinu og segist jafnvel til í kvöldverð með gestum sem einkakokkur mun sjá um að elda, maturinn er að sjálfsögðu frá Goop. Paltrow lofar einnig að gestir fái að taka heim með sér vörur frá Goop auk fjölda heilræða til að halda vegferð til andlegrar heilsu áfram þegar heim er komið.

Mynd: Skjáskot Airbnb
Mynd: Skjáskot Airbnb

Á meðal nágranna Paltrow eru hjónin Harry og Meghan Markle, leikararnir Rob Lowe, Cameron Diaz og Jennifer Aniston, Ellen DeGeneres, og söngkonan Ariana Grande.

Einn hængur er þó á auglýsingunni því aðeins er ein nótt í boði fyrir tvo gesti þann 9. September. Verð er ekki uppgefið en hægt er að skrá sig frá 15. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum