fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Innlit á stórglæsilegt heimili John Legend og Chrissy Teigen

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. ágúst 2023 13:00

Chrissy Teigen og John Legend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimili hjónanna, Chrissy Teigen, fyrirsætu, matarbloggara og bókaútgefanda, og tónlistarmannsins John Legend, og þriggja barna þeirra í Beverly Hills í Kaliforníu er bæði bjart, rúmgott og opið með náttúruna fyrir utan. Nóg pláss til að leika, njóta og skapa fyrir stóra fjölskyldu. Hjónin eiga dótturina Lunu sjö ára, soninn Miles fimm ára og soninn Esti sem fæddist nú í júní með staðgöngumæðrun.

FJölskyldan
Mynd: Skjáskot Architectural Digest

Í nýjasta tölublaði Architectural Digest og á vef blaðsins er innlit á heimili fjölskyldunnar, en hjónin eru dugleg að flytja og gera hvert heimili að sínu í takt við lífsmáta þeirra hverju sinni.

„Við erum alltaf opin fyrir nýju heimili eða að breyta heimilinu sem við búum í,“ segir Teigen. „Þegar hún segir við, þá meinar hún ég,“ skýtur Legend að. „En þetta er rétt, við erum ekki hrædd við að breyta til.“

„Hvert hús sem við höfum átt hefur endurspeglað viðkomandi kafla í lífi okkar. Síðasta húsið okkar var myrkara og meira lokað. Við heilluðumst af þessu húsi vegna þess hversu bjart og opið það er, og hvernig það tengist náttúrunni,“ segir Legend. 

Hjónin fengu hönnuðinn Jake Arnold til að aðstoða sig við breytingar á heimilinu og útkoman er glæsileg. Sá hann einnig um hönnun á upptökustúdíói Legend og skrifstofuhúsnæði fyrir Craving, fyrirtæki Teigen.

Verðlaun Legend prýða sérsmíðaðan barinn.
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Herbergi Lunu er eins og draumaveröld.
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Kvikmyndaherbergið prýðir þessi sérkennilegi sófi.
Mynd: Skjáskot Architectural Digest
Fataherbergið er sameiginlegt fyrir hjónin.
Mynd: Skjáskot Architectural Digest

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjötugur og faðir í áttunda sinn

Sjötugur og faðir í áttunda sinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt

Myndaveisla: Áhrifavaldar á næturvakt
Fókus
Fyrir 6 dögum

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“

Birta Líf klæddi sig upp sem Gugga í gúmmíbát: „BIRTA, ERU ÞAU EKTA?!“