fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hreinn Garðar sótti um vinnu og fékk starfið um leið – „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 5. júní 2023 15:20

Hreinn Garðar Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreinn Garðar Friðfinnsson, sem er 18 ára gamall, leitaði ekki langt yfir skammt þegar hann leitaði sér að sumarvinnu. Hann hringdi einfaldlega í fyrirtækið Hreinir Garðar ehf., sótti um vinnu og fékk hana.

„Ég á vin sem heitir Bjartur Dagur sem sagði mér að nafnið hans hefði reddað honum mörgum vinnum. Þannig að ég ákvað að hringja í Hreina Garða og sækja um en þetta var bara eitt fyndnasta símtal í heiminum,“ segir Hreinn Garðar í samtali við K100.

„Sagan byrjar í febrúar fyrir nokkrum mánuðum en þá vakna ég um áttaleytið um morguninn við símann. Í símanum var maður sem var að kvarta undan því að ég væri ekki búinn að taka niður jólaseríuna heima hjá honum. Ég, sem er náttúrulega bara einhver unglingur í Reykjavík, leiðrétti misskilninginn um leið og benti á að ég héti Hreinn Garðar en hann væri örugglega að reyna að ná í fyrirtækið Hreinir Garðar. Við sprungum auðvitað báðir úr hlátri.“

Hreinn Garðar sá síðan auglýsingu um laust starf hjá Hreinir Garðar ehf., hringdi í fyrirtækið og kynnti sig og fékk strax frábær viðbrögð hjá þeim sem svaraði: „Ert þú Hreinn Garðar? Þú verður að vinna hérna.“

Aðspurður segir hann að honum líki mjög vel í vinnunni og spurður að því hvort hann sjái fram á það að vinna hjá fyrirtækinu í framtíðinni stendur ekki á svari. „Alveg örugglega, ég er bara eins og kóngurinn í ríkinu, allir vita nafnið mitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“