fbpx
Laugardagur 30.september 2023
Fókus

Andrew Tate tekinn á teppið í umdeildu viðtali – „Ég er að gera ykkur greiða“

Fókus
Föstudaginn 2. júní 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umdeildi glaumkosinn og karlremban Andrew Tate er loksins laus úr fangelsi og dvelur nú í stofufangelsi á heimili sínu í Rúmeníu. Hann er þar til rannsóknar og grunaður um að hafa gerst sekur um kynferðisbrot, mansal og að hafa misnotað konur. Tate er helst þekktur fyrir öfgafullar skoðanir sínar sem byggja á kvenfyrirlitningu og undarlegum hugmyndum um að karlmenn séu einhvers konar forystusauðir, eða alphas, en sú hugmyndafræði hefur fengið mikinn hljóðgrunn innan samfélags kynsveltra karlmanna, eða incels eins og þeir kalla sig, en sá hópur telur að skírlífi þeirra sé konum að kenna þar sem þær séu búnar að gleyma hver meinti staður þeirra er í goggunarröð mannkynsins.

Tate samþykkti að veita fréttastofu BBC viðtal úr stofufangelsinu þar sem hann svaraði fyrir umdeildar skoðanir sínar og þær sakir sem á hann hafa verið bornar. Sem fyrr neitar Tate sök og aðspurður um hvort að íhaldssamar skoðanir hans um konur séu skaðlegar fyrir ungmenn sagði Tate að hann væri að fylgja fyrirmælum guðs um að gera góða hluti.

Neitar tilvist meints þolanda

Fréttakona BBC, Lucy Williams, bar undir Tate frásögn konu sem steig fram í viðtali við BBC fyrr á þessu ári í skjóli nafnleyndar, en hún var aðeins kölluð Sophie, og sagði Tate hafa misnotað sig og nauðgað sér. Tate var með svar á reiðum höndum við þeim ásökunum og sagði að þessi meinta kona væri hreinlega ekki til heldur tilbúningur sem BBC hefði sett á svið. Sophie hélt því fram að hún hefði talið Tate ástfanginn af sér og hafi elt hann til Rúmeníu. Þar hafi hann þvingað hana í að stunda klám og eins þvinguð til að húðflúra nafn Tate á líkama sinn.

Aðspurður um frásögn Sophie svaraði Tate:

„Ég er að gera ykkur greiða, sem miðill með arfleifð, og gera ykkur málsmetandi með því að tala við ykkur. Og ég er að segja ykkur núna að þessi Sophie, sem er tilbúningur BBC, sem hefur ekkert andlit. Enginn veit hver hún er. En ég veit.“

BBC tók þó fram að Sophie sé vissulega raunveruleg og sé sem stendur að liðsinna lögreglunni í rúmeníu við rannsókn þeirra á meintum misferlum Tate.

Tate vísaði líka á bug ásökunum um að skoðanir hans væru eitraðar og til þess fallnar að kasta olíu á eld naugðunarmenningar. Tate sagði þær ásakanir „algjört drasl“. Skoðanir hans væru ekki að ýta undir kvenfyrirlitningu og hafi hann aldrei hvatt fylgisveina sína til að ráðast á konur.

„Ég predikta erfiðisvinnu, aga. Ég er íþróttamaður. Ég tala gegn fíkniefnum. Ég tala fyrir trú, ég tala gegn áfengi. Ég tala gegn glæpum þar sem hnífum er beitt. Allt sem er að nútímasamfélagið er eitthvað sem ég er á móti.“

Segir ummæli hans hafa verið slitin úr samhengi

Ummæli sem hann hafi gefið út í gríni hafi verið slitin úr samhengi og látið að því liggja að þau fælu í sér raunverulegar skoðanir hans. Þar með talið ummæli þar sem hann sagði að kynfæri konu tilheyrðu karlkyns maka hennar.

„Ég átta mig ekki á því hvort þú veist hvað kaldhæðni er. Ég veit ekki hvort þú skilur hvað samhengi er. Ég veit ekki hvort þú sjáir hvað er satíra og hvað er það ekki,“ sagði Tate í viðtalinu.

Lucy bar undir hann texta sem mátti finna á eldri útgáfu af vefsíðu um netnámskeið sem Tate bauð upp á – Hösslara háskólinn. Þar stóð að tilgangur Tate væri að hitta stúlku, fara á nokkur stefnumót, sofa hjá henni, gera hana svo ástfangna að hún væri til í að gera hvað sem h ann segir, og svo fá hana til að stunda vefmyndavéla útsendingar, sem er tegund af klámvinnu. Þetta hefði það markmið að auðgast.

Tate hreinlega neitaði því að hafa nokkurn tímann sagt þetta.

Lucy spurði hann þá hvort hann hafi viljandi sagt stuðandi hluti á netinu til að afla sér fylgis og þá svaraði hann:

„Ég er í alvörunni afl hins góða í heiminum. Þú skilur það kannski ekki enn, en þú munt gera það á endanum. Og ég virkilega trúi því að ég sé að athafna mig eftir fyrirmælum frá guði um að gera góða hluti og ég vil gera heiminn betri.“

Lucy tók fram í umfjöllun sinni um viðtalið að á þessum 40 mínútum sem hún ræddi við Tate hafi hann ítrekað sagt hana segja kjánalega hluti og sagt að hún yrði að kynna sér málin betur. Tate hafi ekki gert neinar kröfur eða fyrirvara um efnistök áður en viðtalið hófst, en eftir að viðtalinu lauk sakaði hann BBC um að hafa svikið loforð um að spyrja bara saklausra spurninga. Tate fór þá á samfélagsmiðla og tilkynnti fylgjendum sínum að hann ætlaði að birta sína eigin útgáfu af viðtalinu, sem hann hefur nú gert.

Viðtalið hefur vakið mikla eftirtekt og hefur BBC bæði fengið yfir sig gagnrýni sem og lof fyrir vikið. Gagnrýnisraddir hafa fordæmt það að Tate, sem sé grunaður um gróf brot gegn konum, hafi fengið opinberan vettvang til að bera af sér sakir, á meðan þeir jákvæðu hafa bent á að framganga Lucy hafi verið lofsverð, hún hafi þjarmað vel að þessum umdeilda manni og hreinlega rassskellt hann með orðum. Stuðningsmenn Tate eru þó ekki sammála og finnst þvert á móti að Tate hafi komið vel út í viðtalinu og hafi það verið fréttakonan sem var flengd.

Tate hefur hins vegar orðið var við hvernig viðtalið hefur komið fólki fyrir sjónir og farið mikinn á samfélagsmiðlum þar sem hann ber sig aumlega og sakar BBC um að vera í herferð gegn sér.

Hér má finna viðtal BBC og athugasemdir Lucy Williams. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Kamala Harris í vanda

Nýlegt

Fókus
Í gær

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans

Tjáir sig um sambandið við einn vinsælasta leikara samtímans
Fókus
Í gær

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer

Sást í faðmlögum og skutli með fyrrverandi Jennifer
Fókus
Í gær

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa
Fókus
Í gær

Dóttir Ásu og Andrésar fædd

Dóttir Ásu og Andrésar fædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“

Opnar sig um skilnaðinn við Brad Pitt – „Við börnin þurftum öll að græða sárin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar

Aniston tekur jakkafatalookið á næsta stig – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar

Ný sjaldséð mynd af Gisele Bündchen og öllum fimm systrum hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club

Nýttu sér þjófnað á úlpu til að komast inn á Bankastræti Club