fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

„Það stefndi í nýja og djúsí reglu í drykkjuleikinn á laugardaginn: Kjarnorkugullglimmerkameltá = sopi“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. maí 2023 09:00

Jóhannes Þór Skúlason Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit er Eurovision í gangi, fyrra undanúrslitakvöldið fór fram í gær og það seinna er á fimmtudag þar sem Diljá Pétursdóttir keppir fyrir hönd Íslands með lagið Power. Úrslitakvöldið er svo laugardaginn 13. Maí.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, fer yfir kvöldið á Facebook og er bæði sáttur með löndin 10 sem komumst áfram og ekki. Segir hann meðal annars fyrri undanriðill sterkari en þann seinni, sem er gott fyrir Ísland.

En hér er skýrsla Jóhannesar Þórs eftir gærkvöldið:

Skýrsla greiningardeildar Gleðibankans um fyrri undanriðil liggur fyrir. Helstu niðurstöður:

– Ekkert getur komið í veg fyrir að Ísland gefi Finnum #12stig á laugardaginn. Það er öruggasta veðmál allra tíma. 

– Hollenska lagið var jafn herfilega leiðinlegt og Arcade. Vill einhver plís biðja Duncan Lawrence að hætta að semja júróvisjónlög.

– Það stefndi í nýja og djúsí reglu í drykkjuleikinn á laugardaginn: Kjarnorkugullglimmerkameltá = sopi, en svo komust Írar ekki áfram.

– Hannah Waddingham er the absolute GOAT.

– Bleikt er in. Adjust your wardrobes accordingly.

– Enginn skilur hví serbneski róbótafrelsarinn komst áfram. Hví?!

– Pragdætur verða á topptíu, annars er vitlaust talið.

– Fléttur eru in. Stórar og litlar. Byrjið að safna hári.

– Evrópa er ennþá sökker fyrir fólki með horn og smávöxnum mönnum sem hlaupa um og spila á flautur. Það er gott að sumt breytist bara aldrei.

– Það er aldrei of mikið Balkan.

– Þessi riðill var mun sterkari en sá síðari. Meiri möguleikar á allskonar upset í þeim seinni, sem er gott fyrir Ísland.

– Króatía með feit pólitísk skilaboð en alveg án þess að vera með pólitísk skilaboð. New skill unlocked.

– Bucks Fizz á staðnum en ekki á sviði? Skandall!

– Einvígið harðnaði í kvöld. Queen Loreen átti algerlega solid performans og flottustu myndvinnsluna en Käärijä vann hug og hjörtu og rústaði líklega riðlinum. Þetta verður eitthvað á laugardag, þegar Svíþjóð tekur dómnefndirnar, Finnland símakosninguna, og svo er spurning hvaða áhrif Frakkland og Úkraína munu hafa í sitt hvorri kosningunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“