fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Fékk fyrstu fullnæginguna 38 ára og gaf vísbendingu um bólfélagann

Fókus
Þriðjudaginn 14. mars 2023 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rachel Bilson opnaði sig um kynlíf og fullnægingar í hlaðvarpsþætti sínum, Broad Ideas.

Rachel, 41 árs, sagði hlustendum að hún hafi ekki fengið fullnægingu við samfarir fyrr en hún varð 38 ára.

Aðdáendur hafa lagt tvo og tvo saman og fengið það út að það hafi verið fyrrverandi kærasti Rachel, leikarinn Bill Hader, sem var sá fyrsti til að veita henni fullnægingu. Þau byrjuðu saman árið 2019 og þá var hún einmitt 38 ára.

Rachel Bilson og Bill Hader. Myndir/Getty

Grínistinn Whitney Cummings var í gestur í þættinum og sagðist sjálf hafa fengið fyrstu fullnæginguna við samfarir 40 ára. Þær eru alls ekki einar á báti, í kringum 80 prósent kvenna geta ekki fengið fullnægingu í gegnum samfarir.

Rachel, sem sló í gegn í þáttunum OC árið 2003, hefur átt í nokkrum áberandi ástarsamböndum. Hún var með OC-leikaranum Adam Brody frá 2003 til 2006. Hún var trúlofuð Star Wars-leikaranum Hayden Christensen og eiga þau saman átta ára dóttur, þau hættu saman árið 2017.

Rachel Bilson og Adam Brody.

Hún byrjaði með Bill Hader árið 2019 en þau hættu saman tæplega ári seinna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rachel ræðir hreinskilið og hispurslaust um kynlíf. Í ágúst 2022 var hún spurð í þættinum hvað það væri við Bill sem hún saknaði mest. Hún svaraði: „Stóra typpið hans,“ og skellti síðan upp úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar

Mugison í frasaleit – Fjölmargir komu til bjargar
Fókus
Í gær

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar

Ingvar færði Píeta gjöf við opnun einkasýningar sinnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum

TikTok-stjarna bráðkvödd aðeins 30 ára – Fékk fyrsta mígreniskastið fyrir nokkrum mánuðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“

Nick Cannon segir að Mariah Carey sé „ekki mennsk“
FókusMatur
Fyrir 2 dögum

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka

Harissa chilli-maukið kynnt til leiks í eins árs afmæli Mabrúka
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“

„Kolféllum fyrir útsýninu hér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna

Aðvörun breskrar fjölmiðlakonu um Bláa lónið vekur athygli milljóna
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“

„Ég fékk krabbamein og hummaði fram af mér einkennin“