fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Svekkt með Star Wars öskudagsbúning – „Næstum því eins og að panta fjórhjólaferð en fá göngutúr um svæðið“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem pantaði grímubúning fyrir öskudaginn fyrir son sinn hjá íslenskri verslun varð ansi svekkt þegar gallinn barst og taldi sig ekki hafa fengið vöruna sem auglýst var. 

Búningurinn með appelsínugula á öxlinni er myndin sem er á vefsíðunni og hann er greinilega með mikið af bólstruðum eða þykkum hlutum víða, og er sýndur með hönskum og fótabúnaði. Það kemur ekkert fram á síðunni að einhverjir hlutir á myndinni fylgi ekki með. Ég reiknaði svo sem ekki með að byssan fylgdi með, en reiknaði með að það sem væri hluti af búningnum væri með,“ segir konan í færslu í hópnum Neytendahornið á Facebook.

Mynd: Skjáskot Facebook

Búningurinn sem við fengum og  barnið er í á myndinni er þunnur áprentaður galli með bólstruðu belti og hvítum léttbólstruðum aukastykkjum á efri handlegg. Sjá myndir.  Mynduð þið segja að ég hafi fengið það sem ég borgaði fyrir?

Augljóst er að gallinn sem barst er er lakari að gæðum en myndin lofar og ekki eins spennandi. Segir konan að hún hafi greitt 8.990 kr. Fyrir gallann, en þó hún geti skilað vörunni, þá sé ekki líklegt að sonurinn finni annan galla sem honum líkar betur við eða í hans stærð.

Flestir benda konunni á að skila vörunni, ekki sé um sambærilega vöru að ræða og lofað er á mynd.

„Þetta er ekkert annað en villandi auglýsing á vöru sem er ekkert í líkingu við það sem auglýst var. Svona næstum því eins og að panta fjórhjólaferð en fá göngutúr um svæðið,“ skrifar ein í athugasemd.

Málið leystist farsællega þar færslunni var komið á framfæri við verslunina og segir verslunarstjóri í athugasemd:  „Þegar við fengum veður af þessari umræðu brugðumst við strax við, þarna hafði birginn okkar sent okkur ranga mynd. Við leggjum mikið upp úr því að vera með réttar upplýsingar á síðunni okkar og þykir okkur þetta miður. Erum búnar að hafa samband við og leysa málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag

Jón Arnar byrjaði skyndilega að missa hárið – Hefði gert þetta öðruvísi í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjaldséð sjón – 15 ára dóttir Angelinu Jolie og Brad Pitt mætti með móður sinni

Sjaldséð sjón – 15 ára dóttir Angelinu Jolie og Brad Pitt mætti með móður sinni