fbpx
Föstudagur 24.mars 2023
Fókus

Gerir grín að vandræðalegum myndum af eiginmanninum og meðleikkonunni

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 15:59

Mila Kunis, Ashton Kutcher og Reese Witherspoon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Mila Kunis gerir óspart grín að eiginmanni sínum, leikaranum Ashton Kutcher.

Undanfarið hefur Kutcher verið að kynna nýja kvikmynd þar sem hann fer með aðalhlutverkið ásamt leikkonunni Reese Witherspoon, Your Place or Mine.

Myndir af þeim á rauða dreglinum hafa vakið mikla kátínu meðal netverja, sem segja þau einstaklega vandræðaleg saman.

Þau hafa oftar en einu sinni virkað frekar vandræðaleg saman á rauða dreglinum.

Það eru ekki bara netverjar sem eru á þeirri skoðun heldur einnig Kunis.

Witherspoon greindi frá þessu í morgunþættinum Today with Hoda & Jenna.

„[Mila] sendi okkur tölvupóst í gærkvöldi. Hún sagði: „Þið voruð svo vandræðaleg á rauða dreglinum saman,““ sagði Witherspoon kímin.

Hún bætti við að það sé langt frá því að vera kalt á milli stjarnanna og hló að málinu.

„Það var bara gaman að fá að kynnast eiginmanni Milu því ég hef elskað hana svo lengi. Hann er svo faglegur. Hann er svo fyndinn og algjör trúður. Við skemmtum okkur svo vel og í hvert skipti sem hann var í fyndnum fötum sendi ég Milu skilaboð og spurði: „Í hverju er hann eiginlega?“

Myndin kemur á streymisveituna Netflix þann 10. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Litlu munaði að Tim Allen hefði farið í lífstíðarfangelsi áður en hann varð frægur

Litlu munaði að Tim Allen hefði farið í lífstíðarfangelsi áður en hann varð frægur
Fókus
Í gær

Kæra gegn höfundi Rick & Morty felld niður – Segir að bitur fyrrverandi kærasta hafi reynt að slaufa honum

Kæra gegn höfundi Rick & Morty felld niður – Segir að bitur fyrrverandi kærasta hafi reynt að slaufa honum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tom Cruise hefur ekki séð dóttur sína í 10 ár – Katie Holmes ákveðin í að það færi ekki fyrir henni eins og Nicole Kidman

Tom Cruise hefur ekki séð dóttur sína í 10 ár – Katie Holmes ákveðin í að það færi ekki fyrir henni eins og Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendum brugðið þegar sást í getnaðarlim Rory Culkin – „Ég mun aldrei líta á jarðaber á sama hátt aftur“

Áhorfendum brugðið þegar sást í getnaðarlim Rory Culkin – „Ég mun aldrei líta á jarðaber á sama hátt aftur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn?

Nicholas hvarf frá Texas þegar hann var þrettán ára – Þremur árum síðar fannst hann á Spáni en var þetta í raun sami drengurinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastinn vill sofa hjá systur hennar

Kærastinn vill sofa hjá systur hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvetur fólk til að hlaupa í burtu þegar barnlaus kornungur einkaþjálfari segir þetta

Hvetur fólk til að hlaupa í burtu þegar barnlaus kornungur einkaþjálfari segir þetta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjarins

Eitt eftirsóknarverðasta verslunarhúsnæði miðbæjarins