fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Birna Rún gekk upp að altarinu í gær – „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 4. febrúar 2023 18:00

Birna Rún Eiríksdóttir Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birna Rún Eiríksdóttir, leikkona, og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá Digido, giftu sig í gær. Hjónin hafa verið saman í 12 ár.

„Í gær giftist ég manni sem ég elska. Strák sem ég kynntist þegar ég var 18 ára, og allt small. 18 ára! 12 ár síðan og allt, allt hefur breyst. Í gegnum það allt tókst okkur að vaxa saman, vaxa í allskonar áttir, upp upp og áfram og líka niður niður og til baka. Það er einmitt lífið. Nú loksins berum við hringa og deilum erfðaskrá, eignum og fjármálum,“segir Birna Rún í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.

Segist hún jafnframt hafa valið að giftast Ebba, eins og hann er kallaður, ekki vegna þess að hann sé fullkominn draummaður heldur vegna kosta hans og að hann sér ekki sólina fyrir eiginkonunni. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei.
Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu.
Hann sér ekki sólina fyrir mér og getur mig ekki. Gerir frábæra hluti og fáránleg mistök. Allt eins og ég.“

Segist Birna Rún þakklát fyrir að hafa kynnst Ebba á sínum tíma og enn þakklátari fyrir að hafa sigrað öldur lífsins með honum.

„Elsku Ebbi, með þér fæ ég að vera allt sem ég er og þú allt sem þú ert. Lífið er ekki eintóm hamingja og það er ástin ekki heldur. Það væri wierd. Hamingja fyrir mér er að vilja vaxa stöðugt, vera á ferðalagi.
Ástin fyrir mér er að upplifa vaxtarverkina saman. Að fá plássið, knúsið, fyrirgefninguna og innblásturinn. Virðinguna fyrir því að við erum líka einstaklingar.
Þú gefur mér það stöðugt, og ég þér.
Hjónaband fyrir mér er praktísk ákvörðun, sem hentar fólki sem tekst vel að þroskast saman og elskar að skapa sameiginlegt líf.
Fólki sem treystir því að það týni ekki sjálfu sér heldur fái að halda áfram að lifa alla sína liti.
Fyrir fegurðina, rómantíkina og erfðaskrána. Þetta helst víst allt í hendur. Yin & Yang.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér.
Ennþá þakklátari fyrir að hafa sigrað öldurnar með þér.
Ég og þú, yin og yang, lifandi ferðalg
Það er ekkert betra.“

Birna Rún hefur komið víða við eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands árið 2016, leikið á sviði, í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Meðal annars kvikmyndinni Undir Trénu, þáttaröðunum Venjulegt fólk og Jarðaförin mín og leiksýningunum Himnaríki og Helvíti og farsanum Sýningin sem klikkar.

Leiðrétt:
Birna Rún gekk ekki að altarinu, en parið gifti sig engu að síður í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig