fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

„Ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessu viðtali, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 9. desember 2023 08:00

Dagbjört Rúriks/Aðsend mynd. Ljósmyndari: GGWPhotos

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og lagahöfundurinn Dagbjört Rúriksdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Dó mánuði síðar

Dagbjört, sem er fædd árið 1994, samdi fyrsta lagið sitt árið 2015. „Ég var þó ekki tilbúin á þeim tíma til að hætta því sem ég þurfti til að geta fundið fyrir árangri í þessu,“ segir hún. Fjórum árum síðar breyttist líf hennar.

„Það var mjög mikil vakning hjá mér 2020. Ég varð edrú 2. desember 2019 en ég varð ástfangin af strák nóvember 2019. Ég þurfti að hætta með honum þegar ég varð edrú því það gekk ekki upp að vera með strák sem var í neyslu á meðan ég var að reyna að breyta lífi mínu. Við byrjuðum svo aftur saman en ég hætti aftur með honum 7. mars, hann lést mánuði síðar. Það var mjög erfitt og ég samdi lag um hann þá sem heitir „Til þín“,“ segir hún.

Eftir það fór Dagbjört að leita meira inn á við í textagerð og sóttist eftir meiri dýpt.

„Eftir það fór ég í meiri sjálfskoðun og meiri dýpt, ég var að hugsa um hvað lífið skiptir miklu máli við það að ungur maður, 28 ára, hafi misst líf sitt. Það lét mig fatta hvað lífið er ósjálfsagt.“

„Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég á enn erfitt með að elska mig sjálfa í dag“

Fyrr í þættinum ræðir Dagbjört um lag sem hún samdi, „Rauðu flöggin“, um tíma í lífi sínu þegar hún fann sig í óheilbrigðu sambandi. Hægt er að horfa á allann þáttinn í heild sinni hér, þar sem hún ræðir þann tíma.

„En ég vil samt, þetta sem við vorum að tala um rétt áðan, varðandi ofbeldi. Ég vil taka það fram að ég vil ekki vera eitthvað fórnarlamb í þessu viðtali, ég hef sjálf beitt andlegu ofbeldi og alveg oft. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég á enn erfitt með að elska mig sjálfa í dag. Ég hef gert mitt besta að koma vel fram við fólk síðan ég varð edrú og alveg á undan því. En ég var í sambandi árið 2015 þar sem ég kom hræðilega fram við kærastann minn. Hann hefði ekki verið með mér ef það hefði verið bara hræðilegt en það var alltof oft sem ég kom hræðilega fram andlega. Svo annan árið 2018. Þannig ég vil ekki sitja hérna og segjast vera fórnarlamb því ég hef líka verið þessi manneskja,“ segir hún.

„Mér finnst eins og við ættum öll að líta í eigin barm og læra að elska hvert annað því við erum öll ófullkomin. Við getum öll lært eitthvað og gert betur. Ég meðtalin […] Ég vildi að það væri eitthvað sem ég gæti gert til að taka þetta til baka en ég get það ekki. Ég veit að þetta voru mín sár sem annar aðili veitti mér, sem voru að leka á hann, en það afsakar ekki neitt. Eina sem ég get gert er að reyna að vera betri manneskja í dag en ég var.“

Fylgstu með Dagbjörtu á Instagram og TikTok. Þú getur hlustað á tónlistina hennar á Spotify og YouTube, smelltu hér til að hlusta á nýjustu smáskífuna hennar, Týnd á leiðinni heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu

Kennir til í hjartanu um þá sem fylgja þessari matarreglu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna

Þau eru tilnefnd til Íslensku sjónvarpsverðlaunanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Hide picture