fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Opinbera hvenær þau áttuðu sig á því að hjónabandið væri búið – „Ég bað um skilnað degi síðar“

Fókus
Þriðjudaginn 5. desember 2023 20:30

Mynd/Engin Akyurt hjá Unsplash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þar til dauðinn aðskilur, er tímabilið sem pör lofa gjarnan að elska hvert annað er þau ganga í hjónaband. Raunin er þó sú að mun réttara væri að segja: þar til blekið þornar á leyfi til lögskilnaðar eftir að skiptum er lokið. Við lifum í dag mun lengur heldur en áður, og kannski er það bara draumur að ætlast til að ein og sama manneskjan fylgi okkur í gegnum þau mörgum þroskaskref sem tekin eru á lífsins leið og móta persónu okkar. Hjónaband þarf hvorki að tákna mistök eða uppgjöf. Hér var hreinlega skrifuð saga sem er nú lokið. Það var líklega auðveldara að lofa hamingju til æviloka þegar það þótti langlífi að komast á sextugsaldur.

Það er oft snúið að átta sig á því hvenær tími er kominn til að loka hjónabands-bókinni, en skemmtimiðillinn Buzzfeed ákvað að biðja lesendur að lýsa stundinni þar sem þau vissu að hjónabandi þeirra eða sambandi væri lokið. Hér verða tekin saman nokkur dæmi úr þeirri samantekt.

Ást og þrif

„Við vorum í hjónabandsráðgjöf og ráðgjafinn bað okkur að nefna einn hlut sem við elskuðum enn í fari hvors annars. Ég sagði: Ég elska að jafnvel þó ég hafi átt slæman dag í vinnunni þá reynir hann að gleðja mig. En hverju svaraði hann? – Ég elska að hún þrífur baðherbergið því hún veit að ég hata það.

Hvers vegna ég harkaði af mér í sex mánuði í viðbót, veit ég ekki, en þetta var stundin þar sem ég vissi að hjónabandi okkar væri lokið.“

Óspennandi fæðing

„Fyrrverandi maðurinn minn skildi mig eftir eina á fæðingardeildinni því þetta var að „taka of langan tíma“ og honum leiddist. Hann fór svo í ræktina og á körfuboltaleik. Hann kom til baka rétt áður en barnið fæddist.“

Brunaði burt

„Ég hringdi í hann um klukkan 18:99 og hann svaraði með því að hreyta í mig: Hvað viltu eiginlega? Ég veit ekki enn þann dag í dag hvers vegna hann var svona reiður. Hann sagðist koma heim klukkan 20 en 22 var hann enn ekki kominn og þá fór ég út að labba svo börnin sæju ekki hvað ég var í miklu uppnámi. Þá heyrði ég bíl koma keyrandi, og þetta var hann. Hann hægði á sér, horfði á mig, og brunaði svo í burtu. Ég vissi það þá fyrir víst að hjónabandi mínu til 31 árs væri lokið.“

Mitt fjandans hús

„Þetta er því miður eitt þessara atvika sem ég man hreinlega of vel. Ég var komin fjóra mánuði á leið, og sígarettureykur (sem og margt annað) olli mér mikilli ógleði. Ég hafði sjálf reykt en hætti þegar ég komst að því að ég gengi með barn, og ég hef aldrei byrjað aftur. Minn fyrrverandi reykti MIKIÐ. Við búum við eyðimörk og vorum með pall í bakgarðinum. Ég vissi að það þýddi ekkert að biðja hann um að hætta að reykja, svo ég útskýrði hvaða áhrif reykingarnar hefðu á mig og spurði hvort hann gæti ekki reykt úti á palli. Mér fannst ekki ósanngjarnt að biðja hann um að sýna óléttri konu sinni þetta tillit. En hann horfði á mig, otaði fingri framan í mig og sagði: Þetta er mitt fjandans hús og fjandinn hafi það ég reyki þar mér fjandans sýnist.

Slegin stóð ég upp frá borðinu og gekk að ísskápnum, því ég vissi ekki hvað ég ætti annað að gera. Ég man að á meðan ég stór þarna hugsaði ég: Neibb, ég sætti mig ekki við þetta. Svo strax þarna byrjaði ég að skipuleggja skilnaðinn. Þetta var fyrir 27 árum. Sonur minn er heilbrigður, ég hef verið gift í 23 ár og minn fyrrverandi er dauður. Lífið er ljúft.“

Aumingi

„Hann kallaði mig aumingja þegar ég bað um hjálp. Þetta gerðist í apríl árið 2020 og ég var í fullri fjarvinnu, að sjá um tveggja ára barnið okkar og hundana, sem og að sjá um heimilið. Maðurinn minn fann stöðugt leiðir til að vera ekki heima (og það í miðjum faraldri). Ég bað  hann um að hjálpa mér með son okkar og hann sagði mér að ég væri aumingi. Ég fór að pakka niður daginn eftir. Núna tveimur árum eftir að ég sótti um skilnað neitar hann enn að skrifa undir, samt býr hann með annarri konu. Nú er ég skálkaskjólið sem hann notar til að þurfa ekki að giftast hinni konunni.“

Beikon

„Ég var að elda handa honum beikon í  morgunmat og smá bráðinn fita skvettist í augað á mér. Hann sat bara þarna og hékk í símanum á meðan ég grét.“

Slæm tímasetning

„Ég vissi það þegar hann taldi að viku eftir að mamma mín dó væri rétti tíminn til að skella sér einn í vikulangt ferðalag.“

Óhagræði

„Við vorum búin að vera ólukkuleg árum saman, en ég vissi að þetta væri búið þegar ég ökklabrotnaði í vinnunni og hann hafði mestar áhyggjur af því að þurfa að fara aukaferð í bæinn til að sækja bílinn minn. Hann kvartaði svo mikið að ég ég sagði honum að skutla mér bara að bílnum og ég myndi keyra heim – með brotinn ökla. Alveg sama hversu slæmt ástandið var hjá okkur þá hefði ég aldrei komið svona kalt fram ef hann hefði meitt sig. Ég vissi þá að honum var drullusama um líf mitt og velferð. Ég var bara eign, eins og sófasett. Ég fór átta mánuðum síðar, í janúar 202. Ég fékk mér tvo ketti, keypti mér íbúð og blés í gamlar glæður menntó-kærastans. Lífið er ljúft.“

Óforskammað

„Ég gifti mig kornung, bara 18 ára, og vissi að þetta væri búið ári síðar. Við höfðum flutt þvert yfir landið svo hann gæti unnið, og allt þetta gerðum við bara svo ég næði að standa hann að verki með stelpunni sem bjó við hliðina á okkur, á meðan ég var heima á efri hæðinni að hafa ofan af fyrir HANS foreldrum sem voru í  heimsókn. Talandi um að sóa tíma mínum…. “

Vasapeninga

Við höfðum skilið að borði og sæng í tvígang á nokkrum mánuðum og ég hafði sett skilyrði fyrir því að taka aftur saman. Þar á meðal að hann fengi sér vinnu áður en ég tæki við honum aftur. Ég bað hann að hugsa sig vel um og hafa samband þegar hann væri búinn að ákveða sig hvort hann gæti fellt sig við þessi skilyrði. Hann svaraði strax að hann hefði eina spurningu fyrst – Gæti ég borgað honum vasapeninga á meðan hann væri í atvinnuleit? Honum fannst neyðarlegt að þurfa að biðja foreldra sína eða ömmu um pening. Á þessari stundu áttaði ég mig á því að ég myndi verja lífinu að sjá fyrir þessu ofvaxna barni eins og ég hefði sjálf fætt hann í þennan heim, og ég fékk bara nóg.“

Engan ráðgjafa

„Ég vissi að þetta væri búið þegar ég stakk upp á ráðgjöf og hann sagðist ekki vilja fara því að „ráðgjafinn á bara eftir að halda að ég sé að halda framhjá“ – sem hann var vissulega að gera, þó ég hafði ekki verið tilbúin að horfast í augu við það fyrr.“

Doktor vandlátur

„Við höfðum ítrekað gengið í gegnum erfiða tíma í hjónabandinu, en þetta var stundin þar sem ég vissi að þetta væri dauðadæmt. Sökum COVID vorum við bæði atvinnulaus og þurftum að flytja inn á foreldra hans. Eftir nokkra mánuði af atvinnuleysi fór ég að vinna í verslun til að ná að spara pening svo við gætum flutt út. Ég var að vinna langar vaktir og mikla yfirvinnu. Á meðan var hann inni í herberginu sína að vera mjög vandlátur hvað varðaði að sækja um vinnu á meðan foreldrar hans pössuðu 5 ára barnið okkar. Hann eyddi miklum tíma í að kvarta undan því að búa hjá foreldrum sínum. Ég stakk þá upp á því að fyrst hann hafði ekki fundið neina vinnu við rannsóknir hvort hann gæti ekki unnið í verslun í svona ár á meðan við kæmum aftur undir okkur fótunum. Hann starði á mig með viðbjóði og sagði: „Ég? Með doktorsprófið mitt að vinna í verslun? Það er galið.“ Þarna vissi ég að hann bar hvorki virðingu fyrir verslunarfólki, né fyrir mér. Þetta var greinilega nógu gott fyrir mig, en hann var of góður fyrir þetta.“

Loftkælingin

„Við höfðum átt 20 góð ár saman en vorum farin að fjarlægjast hvort annað. Ég naut meiri velgengni í starfi og hann gat ekki sætt sig við það. […] Hann hafði ítrekað talað niður til mín eða reynt að gera lítið úr mér til að líða sjálfum betur – líklega hugsaði hann bara ekkert út í mínar tilfinningar, en banabitinn var eitt tiltekið atvik. Við vorum með loftkælingu sem var með þrjár stöðvar heima hjá okkur. Ein þar sem ég var að vinna, og önnur þar sem hann vann. Ég vildi stilla hitann á 20 gráður en hann vildi að allt húsið væri stillt á 25 gráður því það var sumar. Ég borgaði meirihluta reikninganna og þetta var bara eitt svæði. Ég stillti mitt svæði á 20 gráður en leyfði hinum að vera í 25 gráðum. Hann kom og hækkaði hjá mér. Ég lækkaði aftur. Svona gekk þetta fram og til baka í tvo klukkutíma þar sem loftkælingin bilaði. Ég bað um skilnað degi síðar.“

Uppþvottavélin

Við vorum í sambandsráðgjöf. Hann valdi tíma og dag fyrir ráðgjöfina svo hann gæti ekki haldið því fram að ég væri að þvinga hann. Í næst seinasta tímanum bað ráðgjafinn okkur að skrifa niður þrjá hluti í fari hvors annars sem fór í taugarnar á okkur. Viku síðar mætum við og ég byrja að fara yfir minn lista. Ég fór yfir það sem mér fannst mestu máli skipta. Þegar kom að honum sagði hann – Ég var upptekinn og hafði ekki tíma til að hugsa um þetta. Svo byrjaði hann að nöldra yfir því að ég tæki aldrei úr uppþvottavélinni. Ég vissi þá að þetta væri búið.“

Forgangsröðunin

Ég sagði við fyrrverandi: Ég vil vera í forgangi hjá þér líkt og þú ert forgangurinn hjá mér. Fyrrverandi svaraði: Ég get ekki ímyndað mér neitt verra. Það var engin leið að laga þetta eftir þessi orð.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn

Stórstjarnan að mestu hætt neyslunni – Eitt getur hann ekki gefið upp á bátinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum