fbpx
Mánudagur 04.mars 2024
Fókus

Ferðast um heiminn og skapar einstök listaverk með Posca pennum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 11. desember 2023 13:30

Keith Hopewell

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er árla morguns og enn dimmt úti þegar við göngum inn í Smáralind. Enn eru rúmir tveir tímar í opnun og fáir á ferli en fyrir framan verslun A4 rekumst við á einbeittan og glaðhlakkalegan mann sem er í óða önn að skapa jólalegt listaverk á glugga verslunarinnar. Þetta er Keith Hopewell, listamaður frá Bristol í Bretlandi, og við stöðvum til að taka hann tali.Aðspurður segist Keith vera að mála listaverk á glugga verslunarinnar að beiðni A4. „Ég er hér á landi á vegum Posca sem eru frábærir málningarpennar sem fást hér í versluninni. Þetta eru pennar sem henta við mjög fjölbreytt tilefni, allt frá því til dæmis að mála á keramik og yfir í það að skapa risastór vegglistaverk eins og ég hef gert víða um heim. Það mjög gott að vinna nákvæmnisvinnu með þeim eins og þú sérð,“ segir hann og bendir á listaverkið sem hann er með í vinnslu, máli sínu til stuðnings.

En hvernig koma það til að Keith fór að ferðast um heiminn og mála listaverk með Posca pennum?

„Ég hef alltaf verið teiknandi en stóð alltaf einhvern veginn í þeirri trú að til þess að lifa af listinni þá þyrfti ég að vera með umboðsmann eða vinna á hönnunarstofu eða eitthvað slíkt. Svo ákvað ég fyrir um fimmtán árum að taka mér leyfi frá tölvuleikjafyrirtækinu sem ég vann hjá, fór til Ástralíu í eitt ár, og þegar ég kom til baka fór ég að taka að mér verkefni í lausamennsku. Það vatt svo upp á sig og með hjálp samfélagsmiðla varð verkefnastaðan þannig að ég gat farið að sinna listinni eingöngu.“

Og Keith lét ekki staðar numið þar því hann setti af stað verkefni sem ber heitið Collaberation Nation. „Mér finnst gaman að safna list eftir aðra og þetta verkefni virkar þannig að maður teiknar eitthvað á blað, sendir á annan listamann sem bætir einhverju við og þannig koll af kolli þar til þú færð fullskapað listaverk til baka sem allir fá svo eftirprentun af. Á endanum varð of mikið að gera hjá mér til að sinna þessu og í raun var þetta orðið of stórt til að halda utan um,“ segir hann en það var einmitt Collaberation Nation sem varð til þess að Keith fór að vinna með Posca. „Við vorum nokkur sem vorum fengin til að vinna Collaberation Nation á veggi rýmis í Bristol og til þess notuðum við Posca. Það var þá sem ég hitti fólkið frá Posca fyrst og byrjaði að vinna með þeim. Og nú hef ég starfað fyrir Posca af og til, eða frekar reglulega reyndar, í ein þrettán ár.“

En hlýtur það ekki að bjóða uppá allskyns uppákomur að vinna að götulist eftir pöntunum? „Jú, heldur betur. Það er til dæmis mjög krefjandi að þurfa að mála á bíl utandyra á ákveðnum tíma, óháð því hvernig veðrið er. Ég hef lent í allskyns aðstæðum varðandi náttúruöflin, hellirigningu og roki til dæmis, og slíkt er yfirleitt erfiðast því ekki stjórnum við veðrinu,“ segir Keith og lítur svo brosandi í kringum sig. „Þess vegna er það auðvitað algjör lúxus að vera hérna inni í hlýjunni.“Og það fylgja því ákveðin fríðindi að starfa fyrir alþjóðlegt fyrirtæki. „Ég hef unnið listaverk fyrir Posca á ýmsum áhugaverðum stöðum: Svíþjóð, Noregi, Frakklandi og Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Svo er þetta þriðja skiptið sem ég kem í vinnuferð til Íslands og mér finnst það alltaf jafn ánægjulegt. Svo ánægjulegt að ég kom reyndar einu sinni hingað í frí með konunni minni og vinum.“En af hverju fór Keith að nota Posca penna við listsköpunina? „Ég byrjaði að nota Posca af því ég var að reyna að mála hreyfingu með akrílmálningu og það gekk svona upp og ofan. Það slapp alveg til en ég er svolítil subba þegar kemur að penslum. Með pennunum stjórnar maður betur því sem maður er að gera og ég byrjaði að nota þá til að gera útlínur og annað slíkt. Svo hefur úrval pennanna aukist mikið undanfarin ár og núorðið nota ég lítið annað, hvort sem það er til að teikna eða lita stóra fleti.“Og hvað er svo framundan hjá listamanninum? „Það er meðal annars frekari vinna fyrir Posca, auk þess sem ég ætla að halda áfram að vinna í myndasögunni minni. Önnur útgáfa er nýkomin út og nú liggur fyrir að byrja á þeirri þriðju. En fyrst þarf ég að klára þetta verk,“ segir hann og bendir brosandi á glervegginn sem hann er að mála. Við tökum það til okkar og kveðjum þennan skemmtilega listamann um leið og við hvetjum öll til að gera sér ferð í Smáralind og berja augum listaverkin sem munu prýða glugga A4 fram að jólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“

Komust óvart í návígi við ítölsku mafíuna – „Við vorum með þrílæstar dyr og stóla fyrir hurðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 

Opinská um notkun sína á bótox – „Hrikalega hressandi“ 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“

Farþegi í áfalli yfir framkomu flugfreyju – „Ég hef flogið yfir þúsund sinnum og hef aldrei lent í þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber

Pabbi Hailey Bieber biður fólk um að biðja fyrir henni og Justin Bieber
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“

Hafdís og Kleini um pásuna: Stofna fyrirtæki og gera samninga erlendis – „Við erum búin að læra að virða sambandið okkar“