fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Seldi húsið til að fara í þriggja ára siglingu – Eyðilögð eftir að ferðinni var aflýst

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. desember 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi flugfreyjan Meredith Shay var sú fyrsta til að skrá sig í þriggja ára siglingu hjá Life at Sea Cruises. Í viðtali við Sunday Times fyrr á árinu sagðist hún hafa greitt 562 þúsund dali eða um 78 milljónir króna fyrir íbúð á sjöundu hæð skipsins. Til að hafa efni á íbúðinni og siglingunni þá seldi Shay húsið sitt og flestar veraldlegar eigur sínar.

Upphaflega átti skipið að sigla frá Istanbúl í Tyrklandi 1. nóvember og heimsækja átti sjö heimsálfur, 135 lönd og 375 hafnir. En eftir að siglingunni var frestað tvisvar, upplýsti Life at Sea farþegum sínum þann 17. nóvember að skemmtisiglingunni væri formlega aflýst þar sem þeir ættu ekki skip til að sigla.

„Ég var spennt fyrir að sjá Namibíu í fyrsta sinn, Seychelles-eyjar og Indland,“ segir Shay, sem búsett er í Flórída og hafði hugsað sér að hefja siglinguna á Bahamaeyjum 15. nóvember. 

Hún sagðist einnig hafa séð þá kosti við siglinguna að þurfa ekki að elda mat né keyra bíl næstu þrjú árin. Shay segist miður sín eftir að hafa fengið fréttirnar um að siglingunni væri aflýst og marga farþega hreinlega ekki hafa trúað þessum tíðindum. Margir hafi líkt og hún selt heimili sín og eigur til að ferðast næstu árin. Shay hafði undirbúið sig vel fyrir siglinguna og var búin að pakka niður fyrir ferðina og koma því fyrir í vörugeymslu. Hún býr nú hjá unnustu sinni í Flórída. „Það var svo stutt í brottför,“ segir Shay.

Hér hefði verið fínt að snæða næstu þrjú árin

Miray International, sem á Life at Sea, byrjaði formlega að taka við bókunum fyrir siglinguna með Gemini skip sitt í huga. Fyrirtækið ákvað síðar að skipið væri of lítið fyrir siglinguna og ætlaði að kaupa stærra skip. Eftir að væntanlegum farþegum var sagt að kaupin tækju lengri tíma en búist var við bárust fréttir af því að annað fyrirtæki, Celestyal Cruises, hefði keypt skipið.  Daginn eftir tilkynnti fyrrum forstjóri Life at Sea að skemmtisiglingunni væri aflýst í 15 mínútna myndbandi sem var sent til væntanlegra farþega. Þann 19. nóvember fengu gestir síðan skilaboð frá eiganda Miray International, sem tjáði þeim einnig að siglingin yrði ekki farin. Eigandinn hélt því fram að Miray væri ekki nógu stöndugt til að hafa efni á skipinu, en verkefnið hefði verið kynnt fyrir fjárfestum, sem hefðu síðar dregið stuðning sinn tilbaka vegna óróa í Miðausturlöndum. Miray hét því að endurgreiða þeim sem höfðu skráð sig í siglinguna.

„Það er fullt af fólki núna sem hefur engan stað til að fara á, og sumir þurfa að fá peningana sína endurgreidda til að eiga fyrir stað til að búa á,“ sagði einn væntanlegra gesta skipsins i viðtali við CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“